May 1, 2012

Friður

Ég finn frið í sofandi börnum, útiveru, skort á dagskrá og góðum kaffibolla.
Mynd dagsins er af okkur Loga að lúra. Það er friður fyrir mér.

 1. maí: Peace

Fyrsti maí er friðsæll dagur. Var vakinn kl. 9.30 af mömmu sem var líklega meira hissa en ég að ná mér sofandi um þegar svo langt var liðið á morguninn. Við hittum ca. 12 sprækar Fjallaskvísur við rætur Úlfarsfells sem við þrömmuðum svo uppá. Þegar heim var komið fengum við okkur hádegismat og stukkum á nýuppsett trampólínið.



Það var því kærkomin hvíld og friður að leggjast uppí rúm með mjúkum litlum Bangsa-Baldri og loka augunum...

No comments:

Post a Comment