May 17, 2012

Fallega Ameríka


Ameríka er engri lík. Hér býr heimskasta fólkið og það gáfaðasta. Fólk sem borðar djúpsteikt í hvert mál og fólk sem lifir heilsusamlegasta lífinu. Ameríka er nefnilega það stór að hún getur rúmað allan breytileikann.

jÍ þetta skiptið eru það ekki vinir mínir í Gap, Target, Macy´s eða hinir sem draga mig til sín heldur mögnuð náttúra sem finnst í þessu stóra landi. 

Við hjónakornin erum í villta vestrinu. Flugum til Denver í Colorado, sem er ný flugleið á áætlun Icelandair, og keyrðum af stað í vesturátt. Gistum fyrst í skíðabænum Vail, héldum áfram yfir Klettafjöllin og inní eyðimörkina í Utah. Í smábænum St. George áttum við heimboð hjá Piccetti hjónunum.

Hér er ægifögur náttúra. Við höfum heimsótt tvo þjóðgarða; Zion og Bryce canon og það er auðvelt að sjá fyrir sér indjánana sem bjuggu hér áður fyrr sem og kúrekana sem reyndu að hrekja þá í burtu. Hér eru líka mormónar... en það er önnur saga.

Áfram heldur ferðalagið okkar um kúrekalandið mikla. Í dag ætlum við að kíkja innfyrir fylkismörk Arizona þar sem við munum gista í nótt. Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar í Zion þar sem við gengum á þennan myndarlega klett sem þeir kalla Angels landing. 



1 comment:

  1. ÆÐISLEGAR myndir sé að myndavélin er alveg topp og myndasmiðirnir líka

    það verðu að bjóða tinnu í slideshow þegar þið komið tilbaka :)

    ReplyDelete