April 29, 2012

Út og suður


Mér finnst ég ekki hafa gengið í takt við gangverk hversdagsleikans síðustu tvær vikur. Það hafa engar stórkostlegar breytingar átt sér stað en mér hefur fundist ég þurfa að juggla fleiri boltum á lofti síðustu daga. Smávægileg frávik eins og ferðalagið fræga um páskana og svo ljúflings jeppatúr auðga lífsgæðin, vissulega. En svo vorum við mæðgur búnar að plana dekurtúr í boði bóndans um þessa helgi. Svo kom í ljós að það myndi ekki ganga upp í þetta skiptið. Því fylgdu viss vonbrigði en síðan gríðarlegur léttir. Léttir yfir að missa af dekurtúr af bestu sort!!!

Stundum er lífið bara of skemmtilegt til að ég meiki að gera allt hitt líka ;o)

Helginni var eytt heima í rólegheitum. Við fengum frænda í næturgistingu. Grasekkja mætti með þrjá spræka syni og sushi. Gerði mér ferð í IKEA með langan innkaupalista af bráðnauðsynlegum óþarfa sem mér blöskraði hvað ég þurfti að borga fyrir við kassann. Fór í sund með strákana og út að hlaupa. Lá líka heilmikið uppí rúmi og horfði á þætti í seríunni Weeds... ný uppgötvun hjá mér.

Fyrirfram var ég búin að ákveða að maí-markmiðið yrði tengd útihreyfingu. Að ég myndi hlaup 3x í viku eða fara á Esjuna vikulega, byrja í Útipúli í Laugardalnum... eitthvað þessháttar. En ég skipti um skoðun! Sko, ég ætla alveg að hlaupa meira og ganga á fleiri fjöll en það verður ekki hið eiginlega maí-markmið.

Ég ætla að taka ljósmynd daglega eftir fyrirfram ákveðinni forskrift:


Þetta er ögrandi verkefni og opnar augu manns fyrir umhverfi sínu. Líklega er þessi áskorun ætluð instagram myndum (myndum teknar á síma) en þar sem ég var að eignast nýja myndavél þá er þetta líka alveg kjörið fyrir mig til prófa mig áfram og læra á nýju vélina. Myndirnar verða svo birtar hér á síðunni minni... allavega þær sem heppnast vel.

Hvernig líst ykkur á?

2 comments:

  1. Líst ljómandi vel á þetta og hlakka til að sjá afraksturinn ;)

    ReplyDelete
  2. Nei hættu nú alveg, ég nýbúin að stela blogghugmyndinni þinni svo var ég að ákveða að gera þetta líka (sá þetta að vísu annars staðar) Gaman að þessu!

    ReplyDelete