Ólíkt öllum blikkandi ljósaskilunum meðfram þjóðvegunum sem kynntu "luxury hotel" þá var allur prófíll þessa staðar afar látlaus. Þegar beygt var útaf þjóðveginu var ekkert skilti... ekki fyrr en við komum að hliði þar sem vinir okkar létu vita af komu okkar.
Enn vissum við ekkert hvert ferð okkar var heitið. Gefið var til kynna að þetta væri mjög "rustic" og "dude-ranch" og "rodeo" og "cowboy". Við hlógum ógurlega að þessu öllu saman. Ljóst var af öllu að þetta væri afskekktur staður. Loks komum við að innkeyrslu þar sem tóku á móti okkur 4 hvítklæddir starfsmenn hótelsins Amangiri.
Við vorum bara eins og almennilegir túristar í hnésíðum stuttbuxum, bol, sandölum og með myndavél um hálsinn. Mótökustúlkan - líklega þjónustustjóri leiddi okkur um resortið (hvert er íslenska heitið yfir resort?) og sagði okkur frá byggingunni, hönnuninni og fleirum lúxushótelum í Amankeðjunni. Þegar leið á kynninguna fór mér að finnast ég hálf kjánaleg með myndavélina en lét mig samt hafa það að smella af í gríð og erg.
Ekki var tilgangurinn að gista á hótelinu (sem betur fer því nóttinn er um hundrað þúsund ikr) heldur að fá sér lunch. Við fengum líka dýrindis máltíð og hvítt vín til að skála í.
Á næsta borði var óskarsverðlaunarleikonan frá 2011 að fá sér hádegismat ásamt ektamanni og ungum syni. Hún var bara hress... við vorum bara sveittir túristar sem reyndu að halda kúlinu
(mæli með að smellt sé á fyrstu myndina - þannig birtist myndagallerý sem sýnir ljósmyndirnar betur heldur en ef skrollað er niður)
Móttökuglugginn - magnað útsýni!
Kvennasnyrtingin
Listaverk Navajo indjána
Við sundlaugina
Tvær ljóskur af íslenskum ættum og tveir flugdólgar
Afmælisdrengurinn
Kærustuparið
Sundlaugin er ævintýraleg - byggð í kringum klett
Lúxus - jóga
John við bílinn "okkar"
Hér má finna frekari upplýsingar fyrir áhugasama
djöfull (afsakið orðalagið) er ég ánægð með þig og myndavélina saman
ReplyDeletekv. Sóley
Takk kæra Sóley.
ReplyDeleteVið erum afar lukkuleg með nýju vélina.
Hins vegar er myndefnið þannig að einnota myndavél keypt í sjoppunni í Hólagarði myndi koma vel útúr framköllun ;o)