Í dag er mæðradagurinn og því við hæfi að óska mömmum heimsins til hamingju.
Eftir því sem árin líða verð ég stöðugt meðvitaðri á því hvað mamma mín er öflug kona og einstök. Það er mikil gæfa að eiga foreldra sem styðja mann í gegnum lífið, hafa trú á manni og veita manni frelsi til að feta eigin braut.
Mamma mín var bara krakki þegar hún eignaðist mig. Ég fæ því að njóta hennar lengur. Einn daginn mun ég sjá hana þegar ég lít í spegil. Vonandi mun fylgja í kaupbæti styrkur hennar, æðruleysi, prjónafærni og bókhalds-áhugi...
Takk mamma!
ps. hér er linkur á pressupistil um dásemd þess að vera mamma ;o)
No comments:
Post a Comment