May 6, 2012

Láttu hjartað ráða för

 
Sumir hafa hjartað á réttum stað. Aðrir eru hjartagull. Að fá steinhjörtu þykja slæm örlög í bókunum Elsku Míó minn og Bláa hnettinum. Ég ♥ Þig. Hjörtu sem slá í takt. Hjörtu tákna ást, væntumþykju, kærleika. 5 ára stelpur teikna hjörtu útí hið óendanlega og virðist seint eldast af þeim. 

Stundum er hjartað barmafullt af ást og aðra stundina þrungið harmi.


Allsstaðar má sjá eitthvað gott og fallegt, bara ef þú velur að koma auga á það. Það liggur þó misvel fyrir okkur að sjá fegurðina í umhverfinu og það góða í öðrum.


Sú sem tók þessar myndir hefur sérlega gott auga fyrir fegurðinni í umhverfi sínu og hinu góða í samferðarfólki sínu. Hún hefur hjarta úr gulli en fæddist með hjartagalla.

Þessi hjörtu í náttúrunni eru gott dæmi um að hið fallega og góða er allstaðar í kringum okkur, það eina sem þarf að gera er að koma auga á það. Það má líka yfirfæra það á tilfinninguna sem það táknar. Kærleikinn er allt um kring, það er okkar að koma auga á hann. Taka á við og gefa af okkur.   

Ekki bara vöðvi sem dælir blóði um líkamann. Heimili tilfinningalífsins




Taktu ákvörðun með hjartanu

Sjáðu með hjartanu 

Láttu hjartað ráða för


3 comments:

  1. Svo rétt...

    Hér er svo eitt náttúruhjarta frá mér til þín
    https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10150193066861868&set=a.10150193066856868.309524.678616867&type=3&theater

    ReplyDelete
  2. Kannski betra að hafa hjartað bara í beinum link

    ReplyDelete
  3. Þetta er fallega og vel mælt <3
    Jóda

    ReplyDelete