May 23, 2012

Bryce canyon


Næsti viðkomustaður hafði meiri kúrekablæ yfir sér. Bryce canyon er nálægt Zion en þó gjörólíkur staður. Hæð yfir sjávarmáli er nokkuð hærri, um og yfir 2000 m. hæð. Þar af leiðandi var "peysuveður" þar. Gljúfrið dregur nafn sitt af "fyrsta" landnemanum þar um slóðir. Reyndar er þetta ekki eiginlegt gljúfur þar sem árvatn hefur ekki mótað landslagið heldur hversdagsleg veðrun, þe. rigning og rok! 

Fyrir mitt leiti þá kom þessi hluti ferðarinnar skemmtilega á óvart. Kúrekarnir heilla mig. Þó býst ég við, út frá búnaðarsjónarmiðum, að þeir hafi heldur kosið að búa á grænum sléttum í nágrenninu fremur en að hýrast ofan í þessum farartálma. Indjánarnir hljóta líka að hafa haldið þarna til, fremur af neyð en af náttúruáhuga. 

Nútímakonunni þótti landslagið þó "totally georgeous".


Leaf og Agnes

 Bjartur og John

Duck er tryggasti ferðafélagi þeirra hjóna. Hann hefur m.a. heimsótt, Nýja Sjáland, Ísland, Kenía, Noreg, Madeira og marga fleiri staði...


Steinbogi í mótun. Mýkra bergið sem liggur neðar í jarðlögunum gefa sig á undan þeim harðari sem myndar fallega steinboga.

 Vítt til veggja


 Þarna spretta tré eins og ekkert sé... beint uppúr steinklöppinni
Ótal litbrigði sandsteinsins

 Þórshamar

 Inn dalinn/gljúfrið

 Ótal kynjamyndir í berginu... sjálfsagt bergrisar sem urðu fórnarlamb sólskinsins? 

 Göngugarpurinn


 Bláfugl

 Canyon-jóga




 Göngustígur uppúr/niðurí glúfrið

Indjánarnir sem bjuggu á svæðinu töldu að þarna guðirnir hefðu reiðst illa innrættum dýrum og breytt þeim því í steinmyndir


Arnarson

 Picchetti

 Í miðju kúrekalandinu mátti finna víkinga-pizzastað...afar elegant!

...ekki síður elegant: Cowboy Dinner Show. 
Það er langt síðan ég hef hlegið jafn dátt og þetta ágæta kvöld! 

 Þjónninn okkar, fiðluleikari, snörusveiflari, kántrístjarna og snillingur með John... sem er ekki síður hæfileikaríkur en á öðrum sviðum þó ;o) 

Kúrekadásemdarparadís!!!

No comments:

Post a Comment