July 29, 2013

Ferðasögur Hringsins: II. hluti


Hallormsstaður var svo sannarlega "heitasti staður landsins" þegar við komum þangað. Fleiri en við höfðu fengið þá flugu í höfuðið að Atlavík væri ákjósanlegur staður til útilegu!!! Á endanum fundum við fallegt rjóður innarlega í Atlavík þar sem við komum okkur vel fyrir.

Drengirnir fækkuðu fötum, busluðu í lækjum og klifruðu í trjám. Í Hallormsstaðaskógi eru ótal gönguleiðir og mikið að sjá. Við flatmöguðum í sólinni og slökuðum á eftir mikinn akstur. Sérlega heppin með að finna stað fyrir tjaldið okkar.

Þrátt fyrir mikinn mannfjölda þá var það ekki yfirþyrmandi. Ég er afar andfélagsleg þegar kemur að útilegum. Best þykir mér að vera útaf fyrir mig og hef litla þolinmæði fyrir stuði nágranna minna. Jebb - svakaleg Stína Stuð ;o)

Mágur minn og fjölskylda tjölduðu í Fellabæ en kíktu til okkar í sæluna í Atlavík. Það var ekki lítið gaman að sigla á báti útá Lagarfljótið.























Ferðasögur Hringsins: I. hluti


Fullur strumpastrætó af farangri og fjörkálfum flúði rigninguna í Reykjavík, með tjaldvagn í togi og fjallahjól á toppnum. Vissulega skrautlegur ferðamáti. Við keyrðum eins lengi og við gátum útúr rigningunni og enduðum í Hamarsfirði, í næsta nágrenni við Djúpavog.

Jökulsárlónið var mikilfenglegt og dularfullt í rigningarúðanum. Kríurnar görguðu og fundu greinilega mikið æti þar sem jökulsvatnið blandaðist sjónum. Þessar "orrystuflugvélar" eins og Logi kallaði þær létu sér fátt um finnast þó þarna væru fjöldi ferðamanna með myndavélarnar á lofti.

Í gegnum þokunu og rigningarsuddan sáum við að Álftarfjörður stóð undir nafni. Merkilega mikið af álftum voru þar á sundi og flugi... tvær og tvær saman. Merkilega trygglynd fuglategund.

Fyrsta nóttin í tjaldvagninum sem foreldrar mínir lánuðu okkur fór vel með okkur. Við sváfum vært á velbúnu tjaldstæði þar sem fáir höfðu næturstað. Þegar morgun rann var dagurinn bjartur og hlýr. Ferðinni var heitið yfir Öxi og inní Hallormstað.










July 1, 2013

Costa del Sol



Spánn er stórfenglegt land. Ríkt af náttúrufegurð og menningu. Landið er líka stórt og margbrotið. Við ákváðum að fara í sumar á ströndina. Sem líklega telst ekki sýna hina sönnu spænsku fegurð en hey, ströndin er aldeilis frábær. Einfalt líf í góða veðrinu var algjör himnasending!

Íbúðin sem við höfðum til umráða er sú sama og við Bjartur höfðum fyrir nokkrum árum síðan (lesist: á síðustu öld!) þá barnlaus og ekki mjög spennt fyrir að flatmaga við sundlaugarbakkann. Í það skiptið heimsóttum við Gíbraltar (og gleymdum ekki vegabréfunum okkar), einnig skoðuðum við Márahöllina Alhambra, gengum á snæviþakinn fjallstind í Sierra Nevada fjöllunum, kíktum á flottu snekkjurnar við höfnina í Marbella, heimsóttum borgina Malaga og ég man eftir ágætu kvöldi þar sem drukkin var Margarita í fyrsta (og síðasta) sinn. Svo ljóst er að þarna er margt að skoða. Í þetta skiptið var dagskráin mun einfaldari og það var dásamlegt líka.

Við lékum okkur í sjónum og sandinum, busluðum í sundlaug og trítuðum okkur með íspinna daglega. Sumsé; himnaríki á jörðu í augum þriggja sona minna!


Við landamærahliðið að Gibraltar... við vorum búin að lesa um svo margt spennandi sem væri gaman að skoða með krökkum en klikkuðum á því að taka með okkur passana... blessað Schenken bauð ekki uppá neitt túristaflakk á milli landa :o( 


Við gerðum gott úr fýluferðinni og fórum í piknik uppí sveit




 Tre amigos

 Bílaleigubíllinn sem sló ekkert sérstaklega í gegn


Kvöldganga eftir Los Boliches í Fuengerola

 Sleiktum sjóinn á bakaleiðinni

 Sandur á milli tánna, inní eyrum, ofan í skóm, undir bolum... sandur allstaðar! 

 Smábátahöfnin í Fuengerola - lítil, sæt og mjög hrein


 Hring eftir hring



 Síðasta kvöldmáltíðin 

 Spagettí-skrímslið 

 Svona voru flestir dagar

 Sundlaugarennibrautargarður (langt orð!) 


 Kafarinn tilbúinn



 Bræðurnir fjárfestu í þessum líka flotta gúmíbáti og sulluðu í henni alla daga





 Kafarar fíla að slaka á í skugganum 







 Súper Jumper vakti mikla lukku 





 Ótrúleg sandlistaverk 



 Hún sagðist hafa verið í 4 daga að gera kastalana tvo! Respect! 


Hátíðarstemning á ströndinni á Jónsmessunni