Eru ekki allir orðnir leiðir á lofræðu minni um blessuð Bandaríkin?
Ég þarf allavega að tjá mig um eitt amerískt fyrirbæri sem virðist vera alheims-success og kallast Starbucks! Þessi kaffisjoppa er útum allan heim og orðið jafn sterkt einkennismerki um vestræna neyslumenningu og sjálfur McDonalds. Þó orðspor Starbucks sé líklega öllu jákvæðara. Eigendur fyrirtækisins tileinkuðu sér snemma samfélagslega ábyrgð í rekstri - það er aðdáunarvert (og vonandi bæði á borði og í orði).
Mér finnst þetta sull sem selt er í Starbucks næstum ódrekkandi óþverri. Ef þörfin fyrir skikkanlegt kaffínskot er alveg að fara með mann þá er hægt að notfæra sér þetta en úff hve vonbrigðin eru alltaf mikil. Í fyrstu þótti mér þetta bara ljómandi ágætt. Svoldið ruglingslegt þetta með stærðirnar, tall (lítill), grand (miðstærð), vente (stór) og svo, vegna þess að þetta er auðvitað supersized bransi þá er til trenta (rosa stór). Þegar ég loksins fattaði að "tall latte" væri meira en nóg fyrir mig þá skildi ég líka hve lélegt stöff þetta er.
Eftir því sem kaffismekkur konu þróast sér hún stöðugt betur hve ótrúlega við erum heppin að eiga Kaffitár! Það er orðin órjúfanleg hefð að fá sér síðasta góða kaffið fyrir ferðalag hjá Kaffitári í Leifstöð.
Það ljúfengasta sem fæst á sölustöðum þeirra er líklega tónlistin sem þeir gefa út - plötuútgáfa er víst eitthvað sem þeir eru sérstaklega flinkir í...
en Agnes...í sólinni...á Akranesi:
ReplyDeletehttp://savorysweetlife.com/2009/07/afternoon-coffee-break-recipe-for-frappuccinos-at-home/