Áfram gakk!
Við héldum áfram ferðalaginu til Grand Canyon - North Rim. Norðurbrún Miklagljúfurs er ekki eins fjölfarin og sú syðri, sem er hinn hefðbundni viðkomustaður Grand Canyon með þorp og mikilli þjónustu við ferðamenn.
Þangað fórum við Bjartur fyrir 15 árum síðan. Það var fyrsta ferð okkar beggja til Ameríku og ein sú eftirminnilegasta sem ég hef farið. Fyrirfram hafði ég verið full af fordómum gagnvart Bandaríkjum... eins og langflestir sem ég þekki. Í þessari ferð áttaði ég mig þó á því hve ógnarstórt landið er og hve margt gott er þar að finna. Gönguferð ofan í gljúfrið var einn af hápunktum þess Ameríkuferðalags.
Við höfðum ekki mikinn tíma til að skoða okkur um. Það er svo ógnarstórt að hægt væri að eyða viku eða tveim í að skoða það. Sigla niður ánna Colorado sem mótaði svæðið. Ganga fram og til baka um svæðið. Ferðast á múlasna eftir slóðum og skorningum. Fara í útsýnisferð á þyrlu eða einhreyfilsflugvélum. Þarna eru frábær tjaldstæði og litlir svefnkofar sem falla vel að umhverfinu. Einföld gisting en eftirsótt. Mér skilst að þarna sé 12 mánaða bið eftir gistingu!
Verð að segja það enn og aftur að kanarnir kunna að reka þessa garða. Þeim tekst með aðdáunarverðum hætti að vernda náttúruna fyrir ágangi mannsins og á sama tíma að gera það aðgengilegt almenningi. Merktar ökuleiðir, gönguleiðir o.s.frv. ásamt fræðslu fyrir ferðamenn.
Í þetta skiptið keyrðum við um svæðið. Nutum breytingarinnar í gróðurfari og landslagi á bílferðinni. Fengum okkur ágætan hádegismat í fjallaskála og röltum að útsýnispöllum. Það var ferlega næs.
Getur einhver útskýrt fyrir mér jarðfræðilega tilurð svona grjóts?
Þetta lítur út eins og sviðsmynd úr Starwars IV
Raunverulegur mannabústaður! Þó ekki í byggð núna. Man því miður ekki söguna á bakvið staðinn.
Veitingastaður við þjónustumiðstöðina í Grand Canyon - North Rim
Séð frá útsýnispalli
Grand Yoga
Fyndnir gaurar sem ferðuðust saman á mótorhjólum og tóku af okkur hjónum þessa ágætu ljósmynd:
Heill skógur af dauðum trjám en inná milli voru skærgrænar og fallegar ungar plöntur.
No comments:
Post a Comment