June 27, 2012

Mið

 
 Mynd: Guðbjörg Harpa

...hvar á ég að byrja? Já, okey... kannski bara svona: "Hvar er mamma? Hvenær kemur hún heim? Sko eftir hvað margar mínútur?" Svona hljómaði mömmu sinnar miðjugull í háttatímanum í gær. Það er einhvernveginn allt auðveldara og öruggara ef mamma hans er nálægt. Þannig hefur það alltaf verið. Alltaf! 

Ég gæti líka sagt sögur sem minna á þjóðsögurnar um umskiptingana. Sögur um álfa eða illar vættir sem hafi skipt á sínum ófreskjum sett vöggu mannabarna. Það var tímabil þar sem ég hefði getað trúað á slíkar sögur. Barnið skaðaði sig til að vekja athygli, mótmæla eða tjá sig. Sálfræðimenntaða móðirinn vissi að bækurnar segja að þessháttar hegðun sé best að leiða hjá sér... merkilegt hvað skólabækurnar "meika sens" þar til kona er sett í þá stöðu að ætla sér að leiða hjá sér að barnið hennar lemur höfðinu við hraunaðan vegg!

Á þessum tíma kallaði ég hann Tryllinginn og Traustinator.

Ef við gerum ráð fyrir að skýring þjóðsagnanna væri rétt þá myndi ég halda því fram að ég hefði endurheimt mitt eigið barn. Að álfarnir væru búnir að skipta á börnum að nýju. Vissulega er drengurinn þver og þrjóskur (föðurfjölskyldan auðvitað ;o). Hann er heldur ekkert sérlega spenntur fyrir nýjungum og breytingum almennt.

Álfameðferð? Kannski?

Þó er líklegra að hann sé  heppin með að vera umkringdur dásamlegu fólki sem hjálpar houm og styður hann til að ná að uppfylla alla hans möguleika í lífinu. Traustaskinn er lífsglaður og kátur strákur sem segist elska mömmu sína því hún er með svo mjúkan maga (!)

Eðlilega finnst mömmunni með mjúka magann hún vera óendanlega heppinn með þetta góða eintak.  Það eru forréttindi að vera mikilvægasta manneskjan í lífi hans. Punktur.









June 24, 2012

Lítill



"Ég er ekki lítill. Ég er stór, 9 ára" segir sá minnsti. Hann verður enn lítill þegar hann verður níu ára. Það eru örlög yngstu barnanna að vera alltaf lítil...

Þessi gleðibomba hefur alveg sérstakt lag á að skríða uppí rúm hjá foreldrum sínum án þess að þau taki mikið eftir því. Með koddann undir hendinni, snudduna uppí sér og með gulu kanínuna sína mjakar hann sér mitt á milli pabba og mömmu og sofnar. Slakur kroppurinn liggur þétt upp við hlýja mömmu án þess að trufla svefn hennar mikið. Hann hefur alla tíð haft sérstakt faðmlag... eitthvað sem minnir mig á kóalabjörn.

Auðvitað kemst hann upp með margfalt miklu meira en eldri bræður hans. Það eru forréttindi þeirra minnstu... eða sárabót.


June 22, 2012

Hjólandi spólandi

 Prakkarabræður (fyrirmælin voru að vera ekki með fíflaskap)


Það er ogguponsulítil hjóladella á heimilinu þessa dagana. Húsbóndinn hjólar upp á heiði og leitar uppi ævíntýrarlegar leiðir eftir malargötum sem ótal unglingavinnu-hópar hafa lagt á liðnum áratugum. Hann er vanari að spóla um á krafmeiri fákum en "stígvélum" en líkar vel. Mongoose fjallahjólið er allavega brúkað meira þessar vikurnar en drullumallarinn í bílskúrnum.

Strákarnir litlu hjóla orðið í leikskólann flesta morgna. Trausti hjólar eins og herforingi án hjálparadekkja. Logi Baldur er nýkomin á hjól með hjálparadekk. Hann hefur ekki náð jafngóðum tökum á jafnvægishjóli (hjól án pedala) eins og Trausti gerði en er alsæll með að vera á gamla Spiderman hjólinu hans Bergs.

Ég hef látið mig dreyma um að sitja upprétt á fallegu dönsku kvennhjól með breiðum hnakki eins og fín frú. Fékk svoleiðis hjól í nokkurn tíma og fann þá um leið hversu gott fjallahjól ég átti fyrir... sbr söguna um græna grasið hinum megin ;o)

Okkur var boðið í tvöfalt afmæli í næsta holti - hinum megin við vatnið. Veðrið í dag er dásamlegt og okkur fannst tilvalið að hjóla þangað. Það kom á óvart hve ótrúlega stuttar vegalengdirnar eru... rúmir 4 km á milli heimili okkar systra sem tók 5 manna fjölskyldu 17 minútur að hjóla rösklega. Það liggur við að kona verði svekkt með að "afrekið" sé hvorki lengra né tímafrekara.

Bjartur og Trausti á blússandi ferð á "skrítna hjólinu" 


Agnes & Logi í hægindasætinu




June 18, 2012

Merkiskonan Alla-Amma

Mynd af ömmu með tvíburana Guðrúnu og Ólöfu, Guðmund og Sigmund (pabba) í fanginu

Í gær fagnaði ég með Ömmu Öllu 94. afmælisdeginum hennar. Það eru fleiri afmælisdagar en felstir fá. Það vekur mann til umhugsunar hve mikið hefur breyst á einni ævi. Amma fæddist sama ár og Ísland fékk fullveldi frá Dönum, 1918.Hún er Norðfirðingur, fluttist með foreldrum sínum frá Viðfirði til Neskaupsstaðar. Þau fluttu bæinn Tungu með sér sjóleiðina frá Viðfirði til Neskaupstaðar. Svo látum við eins og sjálfbærni sé nýmóðins hugmynd!

Í seinna stríði vann Alla Amma á heimili í Reykjavík. Kynntist afa mínum og eignaðist með honum 5 börn. Bjó þröngt en veitti börnum sínum kærleiksríkt uppeldi.

Hún heldur sitt heimili sjálf enn í dag. Stundar félagsstarf aldraðra þegar hálkan er ekki of mikil til að ganga um 1 km leið. Amma mín er pjattrófa sem hefur sig til þegar hún hittir annað fólk. Hún hefur gaman af því að prjóna og sinna handavinnu, auk þess sem hún semur ljóð. Elsku amma býður mér alltaf uppá ís þegar ég kem í heimsókn. Það er helst að hún missi af góðum kjaftasögum vegna versnandi heyrnar. 

Það eru forréttindi að hafa þessi kjarnorku-erfðarefni í blóðinu.

 Mynd af ömmu með "ungana sína fimm" - sextíu árum síðar

June 15, 2012

Hreyfing dagsins


Eftir vinnu stökk ég heim og fór í spandex gallann. Stökk uppá hjólið mitt og stefndi á Úlfarsfellið. Hjólaði svo langt sem fákurinn dreif. Renndi mér þá af hnakknum og gekk eins hratt og ég gat uppá topp (mið-hnjúkinn). Það tók svo mikið sem 36 mínútur heiman frá mér! Tíminn kom á óvart. Ég ímyndaði mér að þetta væri tímafrekara en svo.

Í sekúndubrot fann ég fyrir vonbrigðum yfir að þetta tæki ekki lengri tíma, þar sem þetta kom í staðin fyrir fyrirhugaða Esju göngu í dag og það tekur mig 45-50 mín upp að Esju-Steini. Svo ákvað ég að þetta væri ekkert svindl þar sem ég ætti eftir að hjóla heim líka. Heildarferðalagið (með stoppi á toppi þar sem þessi "verðlaunamynd" var tekin) var 1 klst. og 23 mín.

Þetta verður endurtekið fljótlega. Það er gaman að blanda saman göngu og hjólreiðum. Næst á stefnuskránni er að hjóla í Árbæjarlaug, synda 1000 m og hjóla til baka - en ekki í dag ;o)

Veikindin hafa truflað metnaðarfull áform mín um útihreyfingu 5x í viku. Það þýðir ekkert að láta það ergja sig. Ég er komin af stað. Love it!


June 11, 2012

Börn, hreint hús og nóg af seðlum?


Mynd: http://www.facebook.com/peacefulparenting

Fyrst hugsaði ég bingó! Nákvæmlega!

Svo hugsaði ég... "hjarta mitt var ekkert tómt" þegar ég var barnlaus. Það er alveg hægt að lifa innihaldsríku lífi barnlaus, á hreinu heimili með fullt veski af seðlum.

Næst hugsaði ég með mér hvað gerði ég við tímann minn áður en ég átti börn?

...loks gat ég ekki hugsað neitt meira með mér því ég þurfti að blanda djús handa stórskemmtilegri fjögurra ára nágrannavinkonu okkar sem gengur um heimilið eins og hún búi hér, skipar strákunum mínum fyrir eins og herforingi og spyr afhverju hún megi ekki leika með borvélina í bílskúrnum.

June 10, 2012

Sumar og sykur


Sumarið er svo stutt. Góðir sumardagar eru dýrmætir. Mig langar til að anda að mér hvert mólikúl af íslenska sumrinu. Heyra öll dirrindíin. Lykta af öllum birkiskógunum. Sjá öll kartöflugrösin þrýsta sér uppúr moldinni. Fá freknur af sólinni. Pirra mig yfir öllum arfanum í beðinu. Njóta þess að sjá kóngulærnar spinna vefinn sinn. Óttast að geitungarnir séu með bú í runnanum. Drekka hvítt vín og grilla hvert kvöld.

Í stað þess að gera eitthvað af ofangreindu mareina ég mig uppúr sjálfsvorkun. Ég er lasinn. Fáir verða jafn dramatískir í veikindum og undirrituð. Húsbóndinn er í burtu í nokkra daga og ég glími hér við lífsglaða spotta sem draga í garðinn og á heimilið vini úr hverfinu.

Vegna þess að ég á svo ógurlega bágt tók ég pásu. Keypti mér stóra kókdós, Hlöllabát, lakkrísreimar og jarðaberjabombur. Svo nú á enn meira bágt... er með nammi-timburmenn :o(

Sá þennan lista á síðu barbietec.com - skv. honum má búast við áframhaldandi veikindi ef ég hugga mig með sykuráti...


HVAÐ GETUR SYKUR GERT OKKUR?

In addition to throwing off the body's homeostasis, excess sugar may result in a number of other significant consequences. The following is a listing of some of sugar's metabolic consequences from a variety of medical journals and other scientific publications.
This information was edited from Dr. Nancy Appleton's book "Lick the Sugar Habit". 1. Sugar can suppress the immune system.
2. Sugar can upset the body's mineral balance.
3. Sugar can cause hyperactivity, anxiety, concentration difficulties, and crankiness in children.
4. Sugar can cause drowsiness and decreased activity in children.
5. Sugar can adversely affect children's school grades.
6. Sugar can produce a significant rise in triglycerides.
7. Sugar contributes to a weakened defense against bacterial infection.
8. Sugar can cause kidney damage.
9. Sugar can reduce helpful high density cholesterol (HDLs).
10. Sugar can promote an elevation of harmful cholesterol (LDLs).
11. Sugar may lead to chromium deficiency.
12. Sugar can cause copper deficiency.
13. Sugar interferes with absorption of calcium and magnesium.
14. Sugar may lead to cancer of the breast, ovaries, prostate, and rectum.
15. Sugar can cause colon cancer, with an increased risk in women.
16. Sugar can be a risk factor in gall bladder cancer.
17. Sugar can increase fasting levels of blood glucose.
18. Sugar can weaken eyesight.
19. Sugar raises the level of a neurotransmitter called serotonin, which can narrow blood vessels.
20. Sugar can cause hypoglycemia.
21. Sugar can produce an acidic stomach.
22. Sugar can raise adrenaline levels in children.
23. Sugar can increase the risk of coronary heart disease.
24. Sugar can speed the aging process, causing wrinkles and grey hair.
25. Sugar can lead to alcoholism.
26. Sugar can promote tooth decay.
27. Sugar can contribute to weight gain and obesity.
28. High intake of sugar increases the risk of Crohn's disease and ulcerative colitis.
29. Sugar can cause a raw, inflamed intestinal tract in persons with gastric or duodenal ulcers.
30. Sugar can cause arthritis.
31. Sugar can cause asthma.
32. Sugar can cause candidiasis (yeast infection).
33. Sugar can lead to the formation of gallstones.
34. Sugar can lead to the formation of kidney stones.
35. Sugar can cause ischemic heart disease.
36. Sugar can cause appendicitis.
37. Sugar can exacerbate the symptoms of multiple sclerosis.
38. Sugar can indirectly cause hemorrhoids.
39. Sugar can cause varicose veins.
40. Sugar can elevate glucose and insulin responses in oral contraception users.
41. Sugar can lead to periodontal disease.
42. Sugar can contribute to osteoporosis.
43. Sugar contributes to saliva acidity.
44. Sugar can cause a decrease in insulin sensitivity.
45. Sugar leads to decreased glucose tolerance.
46. Sugar can decrease growth hormone.
47. Sugar can increase total cholesterol.
48. Sugar can increase systolic blood pressure.
49. Sugar can change the structure of protein causing interference with protein absorption.
50. Sugar causes food allergies.
51. Sugar can contribute to diabetes.
52. Sugar can cause toxemia during pregnancy.
53. Sugar can contribute to eczema in children.
54. Sugar can cause cardiovascular disease.
55. Sugar can impair the structure of DNA.
56. Sugar can cause cataracts.
57. Sugar can cause emphysema.
58. Sugar can cause atherosclerosis.
59. Sugar can cause free radical formation in the bloodstream.
60. Sugar lowers the enzymes' ability to function.
61. Sugar can cause loss of tissue elasticity and function.
62. Sugar can cause liver cells to divide, increasing the size of the liver.
63. Sugar can increase the amount of fat in the liver.
64. Sugar can increase kidney size and produce pathological changes in the kidney.
65. Sugar can overstress the pancreas, causing damage.
66. Sugar can increase the body's fluid retention.
67. Sugar can cause constipation.
68. Sugar can cause myopia (nearsightedness).
69. Sugar can compromise the lining of the capillaries.
70. Sugar can cause hypertension.
71. Sugar can cause headaches, including migraines.
72. Sugar can cause an increase in delta, alpha and theta brain waves, which
can alter the mind's ability to think clearly.
73. Sugar can cause depression.
74. Sugar can increase insulin responses in those consuming high-sugar diets
compared to low sugar diets.
75. Sugar increases bacterial fermentation in the colon.
76. Sugar can cause hormonal imbalance.
77. Sugar can increase blood platelet adhesiveness which increases risk of blood clots.
78. Sugar can increase the risk of Alzheimer Disease.

(Hér fyrir neðan á að vera  langur og virðulegur heimildarlisti. Ég sleppi honum og set bara link á síðuna)

June 4, 2012

Margþraut

Markmið mánaðarins er hreyfing úti í guðsgrænni náttúrunni. 




Satt best að segja hafa markmið síðustu tveggja mánaða gengið illa. Photoaday-may byrjaði blússandi vel en datt svo uppfyrir... þó tók ég heljarinar býsn af ljósmyndum í maí. Lærði svolítið á myndarvélina góðu. Svo ljósmyndir voru þema mánaðarins þó það hafi ekki passað inní ramma photoaday.

Ég velti því mikið fyrir mér hvort ég ætti að taka annan sykurlausan mánuð. Apríl og maí voru alveg stjórnlausir, því miður :o( Tengslin á milli álags (vegna tímaskorts og rútínu-röskunar) annars vegar og sætinda hins vegar eru fáránlega sterk. Sorglegt hve oft kona endurtekur sömu mistökin jafnvel þó hún þekki alveg hættumerkin. Þetta er hin eiginlega endurhólgun lífs míns - að falla stöðugt í sömu gildruna. Það er líka verkefni hverrar manneskju að læra af mistökum sínum og breyta rétt.

Í stað fulls sykurbindindis ætla ég "bara" að sleppa gosi og nammi. Satt best að segja er það afar metnaðarfullt miðað við kókþambið síðustu vikurnar... samt finnst mér kók sjaldan gott... skrítið! Þetta er samt ekki "Dreka-árs-markmiðið" heldur bara svona hliðarverkefni.

Í síðustu viku skráði ég mig í 3 hlaup; 5 km. Meðan fæturnir bera mig - 2. júní, 13 km. Jökulsárhlaup - 11. ágúst og 10 km. Reykjavíkurmaraþon - 18. ágúst. Fyrsta hlaupið er búið og var alveg stórskemmtileg leið um Öskjuhlíðina. Markmið hlaupsins var að hafa gaman af því... og það tókst! Skv. hlaupaúrinu mínu var ég 30 min að fara leiðina. Sem var bara fínn tími...ekkert til að monta sig af en ég er ósköp sátt.

Hlaup eru skemmtileg en það á við um margar aðrar tegundir hreyfingar. Sund er dásemd. Fjallgöngur eru kikk. Hjól eru ljúf. Dans er best. Jóga er nauðsyn. JSB-tímar gleðja mig. Kerrupúl & Útipúl eru endurnærandi. Í fullkomnum heimi væri mögulegt að sinna öllum þessum formum hreyfingar jafnt og einungis uppáháldsþjálfararnir myndu hvetja mig áfram og ekki þyrfti stöðugt að redda pössun til að mæta... já, í fullkomnum heimi þarf ekki að miðla málum.

Í júní ætla ég þó að reyna margþraut; synda, hlaupa, ganga á fjöll, hjóla, kenna Kerrupúl og það besta er að ein af mínum uppáhalds þjálfurum ætlar að koma með mér Útipúl, hjá "Stelpunni í Laugardalnum" sem er líka einn af mínum uppáhalds þjálfurum. Gargandi snilld!

Lauslegt plan er því að hlaupa 2x í viku, synda 1x í viku, ganga á fjall (helst Esjuna) 1x í viku og svo útipúl! Það má bítta á milli greina í þessari nýju íþrótt minni. Ef það passar betur að hjóla heldur en að ganga á Esjuna þá verður það gert samviskubitslaust ;o)  Ég sleppi jóga, dansi og JSB því það er sumar og nauðsynlegt að fylla á D-vítamín tankana fyrir næsta vetur.