3. maí: Something I wore today
"Silkisloppinn" minn eignaðist ég á markaði í Hong Kong. Fyrst fannst mér markaðurinn vera sem lítið brot af himnaríki... eftir 2 klukkutíma var ég að ærast. Merkilegt hvað manns heitustu draumar geta stundum breyst í martraðir. Ég eignaðist nokkra dýrgripi á markaðnum. Hluti sem kostuðu ekki marga Latabæjarpeninga (ISK) en eru mér samt kærir. Sloppurinn er einn af þeim.
4. maí: Fun
Í kvöld er uppskeruhátíð í vinnunni. Akkúrat núna súpa ég á dísætu jarðaberjafreyðivíninu (skildi vera hægt að lesa í skapgerð og persónuleika eftir vali á drykkjum?) og bíð eftir að vinnufélagarnir mæti. Við munum borða saman og skála fyrir vel unnu verki. Þetta er gott fólk og vinnustaðurinn gerir mig að betri manneskju!
No comments:
Post a Comment