May 25, 2012

Verndarsvæði Navajo indjána


"Nú eru þið frá Íslandi" sagði leiðsögukonan af Navajo-ætt sem leiddi okkur í gegnum Antilope slot canyon. Svo bætti hún við "mig hefur einmitt lengi langað að heimsækja inúítana sem þar búa." Ég ákvað að leiðrétta hana ekki neitt.

Næsti viðkomustaður okkar var þetta ægifagra gljúfur sem innfæddir kalla Antilópugil. Þó eru engar antilópur þarna. Seinna sagði leiðsögukonan okkur að Navajo indjánar ættu sitt eigið nafn yfir staðinn en ekki myndi ég geta haft það nafn eftir þótt líf mitt lægi við. Af þeim sökum fundu þau þetta neytendavæna nafn yfir fallega gljúfrið/gilið.

Ef mikið vatnsfall verður, t.d. vegna rigningar, sunnan við þetta svæði fyllast árfarvegir, gil og gljúfur af vatni. Straumhart vatnið rennur því af miklum þunga í gegnum þunna skorninga og móta það. Þannig varð þetta gljúfur til. Við gengum þurrum fótum í gegnum gljúfrið u.þ.b. hálfann km. Það er því ekki langt en upplifunin af þeim stutta spotta er þeim mun tilkomumeiri.

Úti var steikjandi hiti 100 gráður á farenheit... uþb. 37 gráður á celsíus. Við hossuðumst á furðulegum túrístavagni yfir vegleysur, í gegnum hlið inná verndarsvæði Navajo indjána. Þannig getur engin farið um þetta svæði nema í fylgd innfæddra. Það gefur þessu töfrandi blæ.

Indjánakonan, leiðsögumaður okkar, var þó afar nútímaleg. Lágvaxin og stutthærð með rauða derhúfu og í stuttermabol og stýrði ferðinni af mikilli festu. Spilaði á flautu fyrir okkur inní gilinu til að sýna okkur góðan hljómburð þess. Hún sýndi hvar og hvernig ætti að taka ljósmyndir í gljúfrinu.

Birtan spilar fallega með sandsteininum og vandasamt að fanga fegurðina. Ég var með litla Nikon P310 vél en Bjartur smellti af stóru Nikon D3100 á þrífæti. Við notum enga sérstakar linsur, í þessari ferð a.m.k. Ég læt myndirnar flakka óritskoðaðar og án þess að eiga við þær á nokkurn hátt.


Þessi bílferð gerði mig dauðskellkaða! 



The Road






Indjánakonan stýrði þessari myndatöku. Sagði hvar ég skildi sitja og hvert ég skildi horfa.  Mér finnst þetta mögnuð ljósmynd!


 Svona lítur gljúfrið út séð utanfrá

Ein túristamynd að lokum! 

Þetta gljúfur er í nágrenni við Lake Powell sem er uppistöðulón í miðri eyðimörkinni. Mitt fólk eru nú engir sérstakið aðdáendur virkjanna. Þó vissulega séum við ánægð með okkar aðgang að rafmagni. Þetta lón á sér þó langa sögu hrakfalla. Það tók t.d. 15 ár að fylla lónið af vatni! Í 15 ár var því beðið eftir að stíflan gæti framleitt rafmagn. Vatn er jú af skornum skammti í eyðimörkinni og sandsteinnin er mjúkur og eftirgefanlegur! Rannsóknir og þekking á svæðinu hefur líklega ekki verið til fyrirmyndar fyrir framkvæmdina.  Þegar vatnið safnaðist saman í lóninu hurfu antilópurnar sem Antilop slot canyon er kennt við, ásamt slatta af fornminjum indjána.

Til að vera jákvæður þá má segja að nágrenni Powell er skemmtilegt. Feiknarstórt stöðuvatn dregur til sín fólk í miðri eyðimörkinni. Þar eru margskonar bátar á ferð, strendur og huggulegheit. Við tókum nokkrar myndir af fallegu umhverfinu. Þarna hefði ég gjarnan viljað eiga auka dag... á sundlaugarbakka með nokkur tímarit og bleikan kokteil.

Stíflan 

Garðpartý útskriftarnema´12 í High school

Garð-jóga

Ljúfur andvari frá vatninu

Hótelið okkar séð frá smábátahöfninni 


2 comments:

  1. Glæsilegar myndir Agnes. Þetta hefur verið mögnuð ferð hjá ykkur.

    Yoga er hinn nýi planki :)

    ReplyDelete
  2. Já takk Alma. Ferðin var alveg geggjuð.
    Yoga... mér skilst að ferðalög eigi ekki að vera hindrun fyrir heilbriðgri heyfingu ;o)

    ReplyDelete