2. maí: Skyline
Sem metnaðarfull fyrirmyndar-húsmóðir dreymdi mig um að eiga almennilega hrærivél. Ég byrjaði að safna fyrir KitchenAid vél en það gekk hægt þar sem tekjur heimavinnandi kvenna eru fremur takmarkaðar. Því bölvaði ég heitt og innilega að hafa ekki, annað hvort hvatt fólk til að gefa okkur hrærivél í brúðargjöf, og hins vegar að hafa ekki splæst í vél þegar góðærið var í hámarki.
Síðasta sumar ákvað ég að setja KitchenAid sjóðinn í trampólín... því þó mig dreymdi um himneskar pavlóvur og þriggja laga súkkulaðimús þá var draumur freknóttrar fimleikastelpu sterkari. Auðvitað lét ég sem hrærivél væri fórnað fyrir strákana mína en í raun og veru var trampólínið alveg fyrir mig... þó drengirnir mættu alveg nota það stundum ;o)
Í gær drógu þeir fram, með hjálp pabba síns, trampólínið og settu það á heiðursstað í garðinum. Rétt undir svefnherbergisglugga nágrannana.... við erum svooo vinsæl í hverfinu!
...já og hvað hrærivélina varðar, þá notaði ég restina úr sjóðnum til að kaupa KitchenAid hrærivél með langa sögu á Blandi seinna um sumarið.
hahaha, þetta er ekkert smá krúttað myndband.. "taktu mynd af mér!" ;)
ReplyDeletekv. Kristín Eva
já... sætastur alveg upp í vélinni - er að hoppa... k. Fríða
ReplyDeletemegasætur
ReplyDeletekv. Sóley