May 22, 2012

Zion

Þjóðgarðar Bandaríkjanna eru sannar náttúruperlur. Svæðið sem við fórum um er mótað af vatni. Mismjúkur sandsteinn myndar stórkostleg gljúfur á afar löngum tíma. Umhirða og aðgangur í þessa þjóðgarða eru til mikilla fyrirmyndar. Það má fussa og sveia yfir ýmsu í USA en þeir eru til fyrirmyndar þegar kemur að þessum náttúruperlum.

Zion National Park

Er í suður Utah. Virgin river hefur mjatlað við að móta þetta fagra gljúfur í mörg þúsund/milljón ár. Zion merkir paradís og flestar nafngiftir í gljúfrinu hafa sterka trúarlega skýskotun... líklega fyrir tilstilli mormóna sem eru margir í fylkinu. 

Við gengum inní þröng gljúfur sem kallast "The Narrows" en í gegnum þau liggur Virgin áin. Í þetta skiptið rétt bleyttum við fæturnar og kíktum inní "Þrengslin" - gönguleiðin tekur 12 klst og er 90% ofan í ánni! Því miður hentaði þessi gönguleið ekki ferðaplönum okkar í þetta skiptið. 

Hins vegar gengum við á klett sem kallast "Angels lending" og ku vera sá staður er mormónarnir töldu ákjósanlegastan fyrir engla paradísar til að hittast og funda! Hvort sem það er satt eður ei, er leiðin gullfalleg. 


Brotabrot af myndum sem teknar voru:

 The Narrows

 Hress og kát
 12 klst "ganga" - töfrandi gljúfur... freistandi til að taka nokkur sundtök ;o) 
Kaktusarnir voru í blóma

Gönguleiðin uppá Angels landing

 Þessa leið 
 Falleg steinhleðsla - stigi sem við gengum upp á hluta leiðarinnar. 
Upprunin frá 1930... margt gott gerðist í þjóðgörðum USA í kreppunni miklu.

 Sprungumælir

 Klifurhlutinn... ekki fyrir lofthrædda!

 Sandsteinninn er mjúkur eins og sést á keðjunum sem marka gönguleiðina 


 Komin uppá topp

Topp-jóga!


No comments:

Post a Comment