May 12, 2012

20 ára Jubileum


Skrítin hefð að halda uppá útskriftarafmæli með nokkurra ára millibili. Fagna þeim tíma þegar sjálfsmyndin var brothætt. Hápunktur gelgjunnar. Svo endurupplifir maður tímann með fólki sem hefur tekið stökkbreytingu á liðnum árum... en samt hefur eiginlega ekkert breyst.

Í það minnsta þessa einu kvöldstund.  Tímahylki á 5 ára fresti...

Tæplega 100 krakkar úr hinu illræmda Efra-Breiðholti.

Mikið sem þau eru nú sakleysisleg að sjá á þessari bekkjarmynd. Á henni má finna verkfræðing, hjúkrunarfræðing, leikskólakennara, prentsmið, fegurðardrottningu, óperusöngvara, tölvuséní, gullsmið, kennara, hagfræðing, snyrtifræðing, viðskiptafræðing, hestaræktanda, doktor í sálfræði, fjölmiðlafræðing, sölumann... allt saman snillingar!!!

Það er svo merkilegt að mér finnst ég hafa gjörbreyst frá því að þessi mynd var tekin. Ekki bara vegna þess að á henni hef ég permanet í hárinu ;o) Ég hef alltaf staðið mig að því, á þessum endurfundum, að ráðskast með flest það sem skemmtuninni viðkemur, öfundað ungfrú Hólabrekkuskóla á hvað hún sé sæt og fengið fiðrildi í magann yfir sömu sætu strákunum.

Innan í þessari virðulegu húsfrú og móður býr nefnilega lítil freknótt gelgja sem mótaðist að mestu í hinu frábæra Breiðholti!
Að halda ræðu... eða að kynna... eða að vera formaður nemendaráðs... eða þurfti ég yfirhöfuð nokkra ástæður til að standa uppá sviði? Man allavega eftir aðskilnaðarkvíða við sviðið í sal skólans eftir að ég byrjaði í menntaskóla! Athyglissjúk? Ég? ...ekki séns!!!!


Með Önnu minni, Lilju og Eddu (sem lítur út eins og ítalskur flagari á myndinni)

Bíddu hver var að tala um gelgju?

1 comment:

  1. Mér þykir Breiðholtið hafa náð að sá nokkrum góðum fræjum í okkur. Það er svo dýrmætt að geta hugsað fallega til uppruna síns og brosað. Og einhvern veginn er það bara þannig að hvert sem maður fer í lífinu að þá breytist þessi grunnur aldrey. Sem betur fer :)

    ReplyDelete