April 9, 2012

Ástarsaga frá síðustu öld

9. apríl 2005

Hún var saklaus Kvennaskóladama og hann vann við að fljúga með póst og sjúklinga um vestfirði. Þau hittust á balli, dönsuðu og hann bað hana um símanúmerið. Daginn eftir hringdi hann í hana en í gamla daga þegar farsímar voru ekki almennir var ekki sjálfsagt að hægt væri að ná í fólk í síma hvenær sem er. Sem betur fer gafst hann ekki upp og á endanum var hún heima til að taka við símtalinu.

Fyrsta stefnumótið gekk vel en honum þótti hún ósköp ung. Því fyrsta fylgdi boð í bíó og seinna gönguferð um Gróttu og í kjölfarið var ljóst að þau væru kærustupar. Hann flutti í bæinn og vantaði húsnæði sem hún hjálpaði honum að velja og innrétta. Það var styttra frá honum í Kvennó en heiman frá henni svo hún flutti inn. Ástin blómstraði og þau nutu þess að vera ung, frjáls og ástfangin.

Eftir yndisleg 7 ár eignuðustu þau barn og byggðu sér hús. Þegar 10 ár voru liðin frá fyrsta kossinum fannst þeim tími til komin að játa ást sína frammi fyrir Guði og fjölskyldu sinni. Í hnappheldunni eignuðust þau svo 2 börn til viðbótar. Nú þegar ástarsambandið er komið á með bílpróf eru þau enn skotin í hvoru öðru. Í fyrradag voru 17 ár liðin frá fyrsta stefnumótinu og í dag eru 7 ár liðin síðan þau gengu í hið heilaga hjónaband.
Þau eru þakklát og heppin að hafa fundið hvort annað og trúa því að næstu 40 ár verði jafn hamingjurík.

9. apríl 2012


5 comments:

  1. Til hamingju.. til hamingju.. held samt að það vanti eitt 17 í söguna... já eða það vanti 1 fyrir framan eina sjöuna..

    ReplyDelete
  2. Innilegar hamingjuóskir elsku Agnes og Bjartur. Þessi dagur er bjartur og fallegur eins og sá fyrir 7 árum. Haldið áfram að njóta.

    ReplyDelete
  3. Kolbrún Björt SigfúsdóttirApril 9, 2012 at 7:13 PM

    Ég man það eins og það hafi verið í gær þegar þið giftuð ykkur! Og þá fannst mér þið eiginlega bara nýbyrjuð saman :) Vá hvað tíminn líður! Til hamingju!

    ReplyDelete
  4. Takk fyrir fallegar kveðjur
    og takk Lára, búin að lagfæra ;o)

    ReplyDelete
  5. Anna Margrét BjarnadóttirApril 10, 2012 at 9:08 PM

    Falleg skrif aö vanda! Til hamingju með 17 og 7 árin elsku bestu !! Já eins gott að Bjartur hringdi aftur, man vel eftir pælingum okkar í kringum það :-) já þetta var aðeins flóknara í "gamla daga" , bara með heimasímann og sona...

    ReplyDelete