March 15, 2012

Vinaboð

Við fengum vini í mat áðan. Saman eigum við 8 stráka og enga stelpu! Karlrembuvinir ;o) Það er alltaf notalegt að hittast. Strákastóðið lék saman og fullorðna fólkið spjallaði.


Annars trúði ég því í dag að vorið væri komið. Hvílíkt sem það léttir lund að leika úti í "góða veðrinu".


Í matinn var kjúklingur í anda Jamie Olivers, rótargrænmeti, salat og piparostarjómasveppasóðasósan mín... slurp hvað það var gott.

Það var stuð enda 8 einstaklingar undir tíu ára aldri. Það eru samt að verða breyting á  borðhaldinu, eftir því sem drengirnir eldast vera þeir meiri þátttakendur. Þeir stóru skiptust á að segja okkur brandara sem byrjuðu þannig: "Það var einu sinni Hafnfirðingur, Reykvíkingur og Garðbæingur..." Okkur fannst þeir fyndnir!




Það er þó gaman að hafa litla kúta með líka. Hvílík endemis sjarmatröll!

Yndislegir litlir labbakútar og ekki eru mútturnar síðri.

Gestirnir buðu uppá páskaegg í eftirrétt og úr einu egginu kom málsháttur sem ætlaður var mér... þó hann hafi tæknilega klakst úr annarra eggi ;o)

No comments:

Post a Comment