March 17, 2012

Hvað svo?

 ljósmynd: http://www.rlnaquin.com

Nú er mars rúmlega hálfnaður og mig vantar markmið fyrir apríl. Drekaárið var sko ekki beinlínis skipulagt í þaula og sett uppí excel skjal. Hvað væri sniðugt að takast á við í næsta mánuði?

  • Forrækta eða koma til matjurtagarði?
  • Sleppa að borða brauð í mánuð?
  • Ganga á Esjuna annan hvorn dag allan mánuðinn?
  • Gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum?
  • Vera með rautt hár í mánuð?
  • Stofna fyrirtæki?
  • Sleppa öllum heimilistörfum?
  • Nota einkabílinn ekki nema um helgar?
  • Hlaupa daglega?
  • Skrifa bók?
  • Sleppa því að þvo hárið með sjampói?
  • Læra hugleiðslu?
  • Prjóna peysu?
  • Laga til í öllum geymslurýmum heimilisins?
  • Komast í spíkat?

Ef þið eruð með góða hugmynd að viðfangsefni þá væri það vel þegið ;o) 

2 comments:

  1. Sleppa öllum heimilisstörfum og skirfa bók, þú ert svo dásamlegur penni :-)
    Kveðja frá Ísafirði, Ása sundpíumamma !!

    ReplyDelete
  2. Takk kæra Ása. Kannski ég geri það bara... hvur veit ;o)

    ReplyDelete