March 12, 2012

JSB

 
 ljósmynd: www.facebook.com/danslistarskoli.jsb

Þar ólst ég upp. Lærði að fullkomna splittstökkið og að rétta fullkomlega úr ristinni. Síðar fór ég sjálf að kenna þarna. Hætti vegna anna á öðrum vígstöðvum. Mætti þó í tíma og fór á námskeið. Þó kom að því að mig langaði að sletta úr klaufunum og njóta alls hins sem aðrir kroppatemjarar hafa uppá að bjóða. Ég eeelska að hreyfa mig og finnst gaman að prófa allskonar tíma og hugmyndafræði.

Stundum fékk ég heimþrá og nú í byrjun árs endurnýjaði ég kynnin við uppeldisstöðina. Mætti í tíma til stelpna sem ég áður dansaði með. Strax í fyrsta tíma fann ég að ég var komin heim! Þarna meikar allt sens. Passað er uppá líkamsstöðu og allir gera æfingar í takt.

Síðustu viku tókst mér ekki að mæta. Þurfti að rækta mitt innra hreindýr einn daginn og þreif húsið. Miðlungurinn þurfti svo að mæta til talþjálfunar og iðjuþjálfunar sitthvorn daginn. Stóri strákurinn fékk magapest. Loks fórum við útur bænum á föstudag. Stundum verður að forgangsraða á kostnað hreyfingar. Svo mætti ég eftir vinnu og fékk útrás. Notalegt að fá hvatningu...nú eða skömm í hattinn frá kennurum sem kenndu mér jazzhopp og pique hringi fyrir fáránlega mörgum árum síðan. Takk stelpur þið eruð ÆÐI!!!

   ljósmynd: www.facebook.com/danslistarskoli.jsb

No comments:

Post a Comment