March 24, 2012

We can´t all reach goals in life...


Finnst ykkur þetta ekki æðisleg auglýsingarherferð?
Það finnst mér að minnsta kosti.

Í fyrsta lagi er málstaðurinn góður. Hugmyndafræðin að baki ólympíuleika fatlaðra er afar falleg. Andi ólympíuleikanna, þe. að þátttakan sé mikilvægari en sigurinn, er tærari á þessum ólympíuleikum en á meðal atvinnumannanna á "alvöru" ólympíuleikunum.

Í öðru lagi finnst mér íþróttamaðurinn á myndinni óendanlega flottur. Ljósmyndin er í einhverskonar hetjustíl. Fílaða. Hann Jóhann Fannar er flottur íþróttamaður. Ætli foreldrum hans hafi grunað það þegar þau héldu á honum í fyrsta sinn að hann myndi keppa fyrir Íslands hönd á ólympíuleikum? Kannski?

Í þriðja lagi er slagorðið algjörlega frábær. Það ná ekki allir settu marki í lífinu heldur aðeins þeir sem setja sér markmið. Er þetta ekki eitthvað sem allir geta verið sammála um? Að setja sér markmið er til alls fyrst. Hvort sem þú ætlar á ólympíuleikana eða ekki. Markmið eru í sjálfu sér ekki lykillinn að lífshamingjunni en mikið sem það er gott að ná takmarki sem maður hefur lengi unnið að. Staðreyndin er sú að útsýnið af toppi Úlfarsfells er betra hjá þeim sem ganga þangað upp sjálfir en hjá þeim sem keyra uppá topp.

No comments:

Post a Comment