April 8, 2013

Tilvitnun vikunar:05

mynd: observando.net

Þessa setningu hefur fengið mikla birtingu á veraldarvefnum síðustu mánuði. Ég trúi þessu. Kaupi þetta. Set þetta á vísa-rað. Borga vexti og vaxtavexti af þessum boðskap. Amen!

...en svo gerðist það í síðustu viku að mér var hrint út fyrir minn þægindaramma. Það hefði ekki átt að koma á óvart þó það liggi í augum uppi að það var óþægilegt! Ég hringdi á vælubílinn en hjúkkan sem svaraði vorkenndi mér lítið. Dagana á eftir var ég með harðsperrur í egóinu. Rétt eins og með aðrar harðsperrur þá styrktu þær mig. Ég lifði óþægindin af og græddi nýja sýn á hlutina. 

Það sem einum þykir sjálfsagt og einfalt finnst öðrum áskorun - jafnvel óþægilegt. Vertu meðvitaður um hvað þér þykir aðeins of notalegt og hvað þig langar að gera handan við þægilegheitin. 

Taktu sénsinn, prófaðu þig áfram og þú græðir nýja sýn og sterkari sjálfsmynd.

No comments:

Post a Comment