April 24, 2013

MM 08: Fæðingarþunglyndi og fíkn

Mynd: healthwise-everythinghealth.blogspot.com


Fæðingarþunglyndi hefur fengið uppreisn æru hin síðari ár. Hormónaójafnvægi og breyttar félagslegar aðstæður mæðra, þegar þeim er kippt útaf vinnumarkaði hefur fengið umfjöllun uppá síðkastið. Það er gott mál. Oft er mikið ósamræmi á milli glansmyndarinnar í kringum meðgöngu/fæðingu/sængurlegu/brjóstargjöf. Mæður hafa stigið fram og sagt sögur sínar af glímunni við vanlíðan í kjölfar fæðingar. Mér finnst það bera vott um mikið hugrekki. Takk fyrir að deila reynslu ykkar.

Það er samt annar vinkill á þessu.

Hvað með okkur sem líður aldrei eins vel og einmitt uppfullar af meðgönguhormónum. Húðin ljómar. Veröldin er bjartari enn nokkru sinni fyrr. Brjóstagjöfin er draumatímabil sem mæðurnar eiga erfiðara er að rjúfa en blessuð börnin. Við meira að segja mjókkum áreynslulaust við það eitt að gefa börnum okkar rjómakennda fæðu.

Eitt mesta óréttlæti heimsins er að við komumst ekki í meðgöngu og mjólkurhormónana með reglulegu millibili... já, eða þannig ;o)

Þegar þriggja-stráka-mömmurnar í kringum mann eru farnar að svíkja lit og eignast bleika blúndu í fjórðu umferð þá kallar það á naflaskoðun. Hugmyndin um fíkn fær annað samhengi...

No comments:

Post a Comment