April 6, 2013

Gleðigangan: New York

Páskarnir voru gönguhátíð. Daginn eftir píslargönguna fórum við Bjartur til New York. Þar gengum við um frumskóginn á Manhattan.



Við gistum fyrri nóttina okkar á hagkvæmu og smekklegu hóteli á 39th street á Manhattan sem heitir The Pod. Á jarðhæð er litríkur og flottur veitingastaður/bar og á efstu hæð er þakgarður sem er bjútífúl með útsýni yfir borgina og áreiðanlega stórskemmtilegur á hlýju sumarkvöldi.

Vegna tímamismunar vaknar maður snemma og skoðar borgina í morgunsárið. Við gengum um Soho eldsnemma á páskadagsmorgun... og fundum okkur morgunverðarstað. Tókum ferjuna út í Staten Island og til baka í þeim eina tilgangi að komast nær Frelsisstyttunni og sjá skýjakljúfana betur. Ferjan var full af túristum eins og okkur en líka strangtrúuðum gyðingum. Það er hópur sem sker sig úr mannhafinu í stórborginni. 

Svo gengum við The High Line sem er nýlegur og skemmtilegur "garður" sem byggður er á rústum lestar sem gekk frá Meatpacking district norður eftir New York með hráefni og afurðir. Garðurinn hefur verið mærður mjög en ég var smá skeptísk því garðar eru jú skemmtilegastir þegar þeir eru í blóma. Mílulöng ganga eftir lestarteinum var þó upplifun, annars vegar vegna þess að þú sérð yfir borgina og hins vegar því þú stígur uppúr skarkalanum á götunni.

Við enduðum í "heitasta" hverfi borgarinnar og töldum því ástæðu til að leita að kokteilbar en þar sem við vorum leitandi fundum við hann ekki strax. Fyrst fundum við Chelsea market sem er gamalt og uppgert vöruhús fullt af litlum sælkerabúðum... alveg bjútífúl! En enginn bar.  Um kvöldið fengum við himneska máltíð á Tao

Seinni dagurinn var helgaður 34. stræti... þe. verslunargötunni góðu. Var svekkt með H&M - alltof mikið af fötum inní búðinni og þegar líður á daginn er allt í rúst. Erfitt að finna eitthvað nema þú sért í zone-inu. Hinsvegar hafði ég fengið ábendingu um Uniqlo sem er hérmeð nýja búðarástin í lífi mínu.

Um kvöldið flaug ég heim til Íslands og Bjartur fór suður til Miami.

The Pod

















 The High Line







Chelsea Market




Tao



Central Park 






...man einhver eftir lokaatriðinu úr myndinni Love Story? Mikið þótti mér gaman að finna þetta skautasvell í garðinum.

2 comments:

  1. Kúl hjón á kúl stað og hún í svakalega kúl skóm :)

    ReplyDelete
  2. Það var allavega frekar Cool í stórborginni um páskahelgina... og ég er alsæl með gulustu strigaskónna í bænum. My yellow cabs - new york stemning í því ;o)

    ReplyDelete