April 22, 2013

Tilvitnun 07


Þessi orð Mayu Angelou hafa fylgt mér í nokkrar vikur og vöktu mig til umhugsunar.

Hvernig viltu að fólk minnist þín? 
Hvernig heldurðu að það minnist þín? 

Ég man vel eftir tveimur grunnskólakennurum sem báðir kenndu vel en vöktu ótrúlega ólíkar tilfinningar. Annar kveikti efasemdir um að ég hefði vitsmuni til annars en að vinna einföldustu færibandastörf og hinn hvatti mig til að vera ég sjálf.

Ég man eftir vinnufélaga sem var naðra og ferðafélaga sem hélt ró sinni, sama hvað á dundi.

Vegna þess hve upptekin ég er af uppeldi og fjölskylduhaldi þá velti ég því fyrir mér hvernig synir mínir myndu muna eftir mér, ef ég hyrfi af yfirborði jarðar í dag. Myndu þeir minnast mín sem tuðandi, úttaugaðrar og tuskuóðrar? Kannski... en vonandi ekki.

Mér þykir yfirleitt vænst um fólkið sem manni líður vel hjá... jafnvel þó það sé meingallað. 

Spurðu þig að því hvaða tilfinningu þú skilur eftir hjá fólkinu sem skiptir þig mestu máli? 

No comments:

Post a Comment