April 10, 2013

MM 07: Ekki segja ekki

  • Ekki hoppa uppí sófanum.
  • Ekki henda matnum á gólfið.
  • Ekki stríða bróður þínum.
  • Ekki skilja fötin eftir á gólfinu.
  • Ekki þetta rell.
  • Ekki slóra. 
  • Ekki trufla mig í símanum. 

Hljómar þessar setningar kunnuglega?
Hve árangursríkar eru þessar setningar?

Þroskaþjálfi sem ég hef leitað mikið til varðandi ráð við uppeldi fjörkálfanna minna er mikil baráttukona gegn "ekki" setningum. Hún vakti athygli mína á ofnotkun orðsins ekki í samskiptum við börn. Við erum stöðugt að benda börnunum okkar á hvað þau eigi ekki að gera í stað þess að segja þeim hvað þau eigi að gera.

  • "Við skulum sitja í sófanum" í stað þess að segja hvað eigi ekki að gera.  
  • "Maturinn á að vera á disknum" í stað þess að segja hvar hann eigi ekki að vera.
  • "Gakktu frá fötunum í rétta skúffu/snaga/skáp" í stað þess að benda á hvar þau eigi ekki að vera. 
  • ...o.s.frv.

Ég reyni að ritskoða mig áður en ég byrja á ekki-ræðunum. Oft gengur það vel en stundum illa. Það er þó ljóst að samskiptin verða óþvingaðri við börnin okkar (og annað fólk líka) þegar við stillum ekki-setningum í hóf.

Þetta er tilraunarinnar virði ;o)

2 comments:

  1. Svo satt og gott veganesti fyrir alla foreldra :) Tek þetta til mín og ætla að reyna enn betur.

    Kv,
    Elísabet Njarðvíkursnót

    ReplyDelete
  2. Já í fullkomnum heimi myndum við lítið sem ekkert nota orðið ekki... en það er auðvelt að ofnota orðið. Góð áminning þó ;o)
    ...og takk fyrir kvittið.

    ReplyDelete