July 12, 2011

Sundin blá


Það er svo gaman að vera túristi í Reykjavík. Borgin okkar hefur svo margt uppá að bjóða. Mágkona mín er í heimsókn á Íslandi en hún býr í Noregi ásamt fjölskyldu sinni. Hin mágkonan bauð okkur öllum í siglingu til að skoða lundabyggðina í Akurey.

Lundinn er fallegur fugl og vekur athygli útlendinga sem margir telja hann líkjast mörgæsum og verða hissa þegar þeir sjá hve smávaxinn hann er. Akurey er í "sundfjarlægð" frá Gróttu og því magnað að sjá hve gríðarlegur fjöldi fugla sveimaði yfir eyjunni og synti í sjónum. 
 
Þessar myndir líða fyrir skort á almennilegri aðdráttarlinsu. Því tók ég líklega fleiri myndir af fuglunum mínum...



Þessir sæfarar voru alsælir með sjómannslífið. Voru jafn hrifnir af marglyttum í sjávarborðinu, lundum á sundi og flugvélum á lofti. 
Ég var með fangið fullt og ánægð með að koma þeim öllum þurrum á land.

 Spegilsléttur hafflötur og bláminn alveg óendanlegur.
Norskt "sjóræningjaskip" tók svo á móti okkur þegar við sigldum inní höfnina. Það vakti lukku eins og vera skyldi! Ég þakka mágkonunum fyrir mig og mína unga.

No comments:

Post a Comment