July 25, 2011

Eldhúsgyðjan

Hamingjuóskum og heillaskeytum hefur rignt inn vegna hrærivélarinnar góðu. Það er bara gaman. Ég bakaði þessa fallegu pavlovu á laugardaginn.

Uppskriftin er:
4 eggjahvítur
200 gr. hvítur sykur
1 tsk. balsamic edik
2 msk. kakó
50 gr. saxað súkkulaði
1 peli rjómi
bláber
bakað við 120 gr í rúma klst. Best er að láta marange-inn kólna inní ofninum, þannig verður hann seigari

...það er engin tilviljun að marange skyldi verða fyrsta verkefni nýju maskínunnar þar sem það er algjörlega glatað að þeyta egg og bæta varlega útí viðkvæma eggjablönduna öllum aukaefnunum þegar notaður er handþeytari.

Næsta verkefni voru hafraklattar svona "hafrafitness" og þar sem þetta heitir fitness gleymir maður alveg öllu smjörinu og sykrinum sem er í uppskriftinni eða hvað ;o)

Uppskriftin:
1 1/2 bolli hveiti
1 tsk. matarsódi
1 tsk. kanill
1/2 tsk. salt
1 bolli smjör
1 bolli púðursykur
1/2 bolli hvítur sykur
2 egg
3 bollar hafrar
200 gr. rúsínur

mótaðar flatar kúlur eftir smekk, muna þarf að þær fletjast út í ofninum

Kökurnar ilma undursamlega vel og renna út. Ég get talist góð að hafa náð þeim á mynd... Verði ykkur að góðu gæskurnar.

No comments:

Post a Comment