August 2, 2013

Ferðasögur Hringsins: III. hluti




Atlavík er dýrðarstaður en nágrennið hefur margt uppá að bjóða. Við ákváðum að baða okkur í náttúrulaug við skála við Laugafell. Laugin er hlaðinn grjóti og svo falleg og umhverfið snyrtilegt að varla er hægt að kalla hana náttúrulaug. Á björtum degi sáum við Snæfellið blasa við, gullfallegt og tignarlegt fjall. Þar er víst óviðjafnanlegt útsýni.

Glorsoltin eftir miðdegissund var stoppað við Skriðuklaustur. Þar er rekin stórfenglegur matsölustaður. Húsið sjálft er skemmtilegt safn um Gunnar Gunnarson, eitt mesta skáld Íslendinga. Umhverfið allt ævintýralegt. Ég naut þess þó ekki fyrr en búið var að fylla magann af dýrindis kökuhlaðborði og drekka heitt kakó (!!!!). 











No comments:

Post a Comment