August 3, 2013

Ferðasögur Hringsins: V hluti


Næsti áfangi í ferðalagsins var að þræða norðaustur strönd landsins. Frá Borgarfirði til Vopnafjarðar og þaðan yfir Melrakkasléttu og endað í Ásbyrgi. Vopnafjörður er fallegur bær í fögru bæjarstæði. Þokan lúrði við ströndina svo landslagið dulmagnað. Við stoppuðum ekki á mörgum stöðum en eftirminnileg er þó Hellisheiðin sem er afar hár fjallvegur og það var gaman að keyra uppúr þokunni og horfa á hana eins og dúnsæng fyrir  neðan sig. Þegar við keyrðum inní landið, í átt að Ásbyrgi hækkaði hitastigið um 15°.

Félagsfælnin dró okkur inní Vesturdal þar sem tjaldstæðið er fábrotnara en áreiðanlega mun fallegra en inní Ásbyrgi. Hljóðaklettar eru í nágrenninu og hin vatnsmikla Jökulá á Fjöllum hafa myndað mikið og geysifallegt gljúfur. Allir þeir sem gengið hafa Jökulsárgljúfur (frá Ásbyrgi að Dettifossi) geta vitnað um það að þetta er einstök náttúruperla.

Þegar við vöknuðum að morgni næsta dags var þoka en hlýtt. Við klæddum okkur í fyrsta sinn á þessu ferðalagi í yfirhafnir og stígvél og héldum í göngu um Hljóðaklettana. Eftir klukkutíma vorum við búin að tína af okkur allar spjarir og bjartur himinninn blasti við okkur.

 Eðalvagninn tryggi og troðfulli sem dró tjaldvagninn og bar fjallahjólin

Hellisheiði eystri 

Selárlaug

Skemmtileg sundlaug við bakka Selár eða eins og segir í bæklingnum "rómantískasta sundlaug landsins"
 Gönguferð um Hljóðakletta









 Fegurð Vesturdals 


Inní botni Ásbyrgis




Önd í Botnstjörn

No comments:

Post a Comment