July 29, 2013

Ferðasögur Hringsins: II. hluti


Hallormsstaður var svo sannarlega "heitasti staður landsins" þegar við komum þangað. Fleiri en við höfðu fengið þá flugu í höfuðið að Atlavík væri ákjósanlegur staður til útilegu!!! Á endanum fundum við fallegt rjóður innarlega í Atlavík þar sem við komum okkur vel fyrir.

Drengirnir fækkuðu fötum, busluðu í lækjum og klifruðu í trjám. Í Hallormsstaðaskógi eru ótal gönguleiðir og mikið að sjá. Við flatmöguðum í sólinni og slökuðum á eftir mikinn akstur. Sérlega heppin með að finna stað fyrir tjaldið okkar.

Þrátt fyrir mikinn mannfjölda þá var það ekki yfirþyrmandi. Ég er afar andfélagsleg þegar kemur að útilegum. Best þykir mér að vera útaf fyrir mig og hef litla þolinmæði fyrir stuði nágranna minna. Jebb - svakaleg Stína Stuð ;o)

Mágur minn og fjölskylda tjölduðu í Fellabæ en kíktu til okkar í sæluna í Atlavík. Það var ekki lítið gaman að sigla á báti útá Lagarfljótið.























No comments:

Post a Comment