August 2, 2013

Ferðasögur Hringsins: IV hluti

Borgarfjörður eystri




"Já, það hljómar vel." Var svarið þegar vinir okkar stungu uppá að við myndum hittast á Borgarfirði eystri. Við höfðum komið þar við fyrir mörgum árum síðan og heillast að náttúrunni. Það var líka kærkomið að komast úr þéttbýlinu á Héraði og almennilega útí sveit. Bakkagerði heitir bærinn sem stendur við fjörðinn og hefur yfir sér mikla reisn. Húsunum er vel við haldið og bæjarstæðið fallegt. Það var bónus að tjaldstæðið er við rætur Álfaborgar, meintu heimili Álfadrottningar Íslands...

Saman fóru tvær fjölskyldur; fjórir fullorðnir og börn á aldrinum; 1 árs, 2x 4ra ára, 6 ára og (korter í) 11 ára í 5 tíma göngu yfir fjallaskarð og niður í Brúnavík. Sólin skein og krakkarnir stóðu sig stórkostlega. Í ferðinni komst ég að því að blómið Bláklukka finnst einungis á Austurlandi. Austfirðir hafa verið útundan í landkönnun fjölskyldunnar hin síðari ár. Það verður bætt úr því á næstunni!

Borgarfjörður eystri hefur uppá ótal margt annað að bjóða en Bræðsluna ;o) 

























No comments:

Post a Comment