July 29, 2013

Ferðasögur Hringsins: I. hluti


Fullur strumpastrætó af farangri og fjörkálfum flúði rigninguna í Reykjavík, með tjaldvagn í togi og fjallahjól á toppnum. Vissulega skrautlegur ferðamáti. Við keyrðum eins lengi og við gátum útúr rigningunni og enduðum í Hamarsfirði, í næsta nágrenni við Djúpavog.

Jökulsárlónið var mikilfenglegt og dularfullt í rigningarúðanum. Kríurnar görguðu og fundu greinilega mikið æti þar sem jökulsvatnið blandaðist sjónum. Þessar "orrystuflugvélar" eins og Logi kallaði þær létu sér fátt um finnast þó þarna væru fjöldi ferðamanna með myndavélarnar á lofti.

Í gegnum þokunu og rigningarsuddan sáum við að Álftarfjörður stóð undir nafni. Merkilega mikið af álftum voru þar á sundi og flugi... tvær og tvær saman. Merkilega trygglynd fuglategund.

Fyrsta nóttin í tjaldvagninum sem foreldrar mínir lánuðu okkur fór vel með okkur. Við sváfum vært á velbúnu tjaldstæði þar sem fáir höfðu næturstað. Þegar morgun rann var dagurinn bjartur og hlýr. Ferðinni var heitið yfir Öxi og inní Hallormstað.










No comments:

Post a Comment