July 1, 2013

Costa del Sol



Spánn er stórfenglegt land. Ríkt af náttúrufegurð og menningu. Landið er líka stórt og margbrotið. Við ákváðum að fara í sumar á ströndina. Sem líklega telst ekki sýna hina sönnu spænsku fegurð en hey, ströndin er aldeilis frábær. Einfalt líf í góða veðrinu var algjör himnasending!

Íbúðin sem við höfðum til umráða er sú sama og við Bjartur höfðum fyrir nokkrum árum síðan (lesist: á síðustu öld!) þá barnlaus og ekki mjög spennt fyrir að flatmaga við sundlaugarbakkann. Í það skiptið heimsóttum við Gíbraltar (og gleymdum ekki vegabréfunum okkar), einnig skoðuðum við Márahöllina Alhambra, gengum á snæviþakinn fjallstind í Sierra Nevada fjöllunum, kíktum á flottu snekkjurnar við höfnina í Marbella, heimsóttum borgina Malaga og ég man eftir ágætu kvöldi þar sem drukkin var Margarita í fyrsta (og síðasta) sinn. Svo ljóst er að þarna er margt að skoða. Í þetta skiptið var dagskráin mun einfaldari og það var dásamlegt líka.

Við lékum okkur í sjónum og sandinum, busluðum í sundlaug og trítuðum okkur með íspinna daglega. Sumsé; himnaríki á jörðu í augum þriggja sona minna!


Við landamærahliðið að Gibraltar... við vorum búin að lesa um svo margt spennandi sem væri gaman að skoða með krökkum en klikkuðum á því að taka með okkur passana... blessað Schenken bauð ekki uppá neitt túristaflakk á milli landa :o( 


Við gerðum gott úr fýluferðinni og fórum í piknik uppí sveit




 Tre amigos

 Bílaleigubíllinn sem sló ekkert sérstaklega í gegn


Kvöldganga eftir Los Boliches í Fuengerola

 Sleiktum sjóinn á bakaleiðinni

 Sandur á milli tánna, inní eyrum, ofan í skóm, undir bolum... sandur allstaðar! 

 Smábátahöfnin í Fuengerola - lítil, sæt og mjög hrein


 Hring eftir hring



 Síðasta kvöldmáltíðin 

 Spagettí-skrímslið 

 Svona voru flestir dagar

 Sundlaugarennibrautargarður (langt orð!) 


 Kafarinn tilbúinn



 Bræðurnir fjárfestu í þessum líka flotta gúmíbáti og sulluðu í henni alla daga





 Kafarar fíla að slaka á í skugganum 







 Súper Jumper vakti mikla lukku 





 Ótrúleg sandlistaverk 



 Hún sagðist hafa verið í 4 daga að gera kastalana tvo! Respect! 


Hátíðarstemning á ströndinni á Jónsmessunni

No comments:

Post a Comment