June 10, 2013

Geislabaugur

Hann var tilfinningaþrungin, síðasti vinnudagurinn á leikskólanum í dag. Á sama tíma og ég hlakka til að komast í sumarfrí og hefja störf á nýjum vinnustað þá var mjög erfitt að kveðja börnin. Krakka sem hafa kennt mér og gefið mér svo margt á síðustu tveim árum. Mér þykir vænt um þau öll!

Í samstarfsfólkinu eignaðist ég framtíðarvini.

Sálfræðimenntaði alþjóðaviðskiptafræðingurinn ætlaði sér aldrei að vinna á leikskóla. Svo þegar mér bauðst starf á Geislabaugi lét ég slag standa, með það að markmiði að vera þarna í nokkra mánuði... max 6 mánuði! Nú eru næstum komin tvö og hálft ár. Ég er mjög þakklát fyrir þennan tíma. Starfsfólkið er stórskemmtilegt og börnin sömuleiðis. Annars hefði ekki teygst svona á starfssamningnum mínum. Leikskólinn Geislabaugur er einfaldlega frábær vinnustaður.

Það sem kom mér mest á óvart var hve faglegt og flott starf er unnið á leikskólum. Þó ég hafi gert mér grein fyrir því áður að leikskóli væri ekki "gæsla" þá var gaman að sjá hve markvisst er unnið með börnum í gegnum leik. Faglega umræða gleymist oft í allri umfjöllun um leikskóla, og reyndar skóla almennt.

Þrátt fyrir að vera ekki starfsmaður á leikskólanum verð ég með annan fótinn þar áfram enda eru drengirnir mínir þarna og það dempar aðeins umskiptin.



Takk elsku Geislabaugur... börnin mín stór og smá.

No comments:

Post a Comment