May 8, 2013

MM 09: Vantar þig standara?

 Mynd: www.thevillagegranny.com 

Krakkar elska að segja brandara. 
  • "einu sinni voru tveir tómatar..." 
  • "veistu afhverju Hafnfirðingar..." 
  • "einu sinn var maður sem hét Ekkert..."
Flest höfum við heyrt upprunalegu endinguna á þessum bröndurum en krakkar geta endalaust spunnið við þessar klassísku byrjanir. Sem móðir og leikskólastarfsmaður hef ég, satt best að segja, heyrt fleiri útgáfur en ég kæri mig um að heyra.  Oft pínt fram bros og kreist upp hlátur til að þóknast barninu.

Í dag sat ég með 5-6 ára börnum í strætó og hlustaði á brandarana þeirra. Það var sterk tilhneiging til að koma prumpi fyrir í langloku-útgáfunum að þessu sinni. Ég heyrði ekki alla brandarana en horfði á andlit þeirra uppljómuð af frásagnargleði. Þá rann upp fyrir mér hve mikilvægt það er fyrir krakka að æfa sig í að segja frá. Læra upphaf, ris og endi í frásögn.

Allamalla hvað þeim finnst gaman að segja brandara um tómatsósur og appelsínubáta... það er eiginlega ekki annað hægt en að hrífast með.

Svo næst þegar barn sem þú þekkir byrjar enn og aftur á langlokubrandara um brjóstarhaldara horfðu þá á andlit þess og njóttu gleðinnar sem þú sérð.

No comments:

Post a Comment