February 3, 2013

Borgarferð

Það er komin fiðringur í mig. Óþreyja eftir að "gera eitthvað" -  komast í burtu. Finnst eins og ég hafi setið heima og ekkert gert í heila eilífð. Dramadrottningin með ferðanjálginn hefur ekki farið útfyrir bæjarmörkin í meira enn mánuð!!!

Spákona myndi þó sjá ferðalög, í náinni framtíð, í kaffibollanum mínum.

Í stað þess að bruna útúr bænum um helgina eyddi ég helginni í miðbænum. Á laugardaginn spásseraði ég ein með sjálfri mér um Laugarveginn. Settist á kaffihús, sötraði Latte og skoðaði tískublöð. Dásamlegur laugardagur og Þingholtin uppá sitt besta.

Á sunnudag fórum við systur með syni okkar í bæinn. Við kíktum í Þjóðminjasafnið og röltum um miðbæinn í vindasamri snjókomu. Það var hressandi. Vonandi mun þessi borgarferð róa mig í nokkra daga.































1 comment:

  1. þetta hefur greinilega verið góður dagur hjá ykkur systrum og börnum. Flottar myndir

    kveðja,
    Valla

    ReplyDelete