February 9, 2013

Áramót í Hong Kong



Eitt eftirminnilegasta ferðalag síðari ára var helgarferðin til Hong Kong fyrir rúmu ári. Þangað flaug ég til að eiga stefnumót með manninum mínum. Ferðalagið austur var ævintýralegt eins og gjarnan er hjá standby farþegum. Til að vera jákvæð þá segi ég að hálfur sólarhringur í París hafi verið bónus. Þar komst ég meira að segja á séns... þó ég hafi reyndar verið fremur óttaslegin yfir að vera rænd eða missa af tengifluginu fremur en franski sjarmörinn yrði óviðeignadi fjölþreifinn ;o)



 Strandaglópur í París

Hvílíkur dýrðardagur að hausti

Þetta fyrsta ferðalag mitt til Asíu og ég varð alveg heilluð. Dagarnir þrír sem við áttum í Hong Kong eru  sem hálfur mánuður í minningunni. Ég iða í kroppnum að komast aftur austur... dreymir um Malasíu, Víetnam, Balí og Tæland. Þar til sá draumur verður að veruleika get ég iljað mér við þessar myndir.

 Hong Kong er einn þéttbýlasti staður jarðar. 

 Nýlent og fersk 

 "Jólastemmning" í Kína 


 Þessi fjölbýlishús færu létt með að hýsa heilu reykvísku úthverfin

Í kláf á leið til Tian Tan Buddha




 Stærsta Buddha líkneski heims


Stórfenglegur Buddha

 Aberdeen höfn

 Í siglingu um höfnina


 Skipstjórinn okkar





 Veitingastaðurinn (sbr. spilavítið í nýjustu Bond myndinni ;o)

 Frú Dreki 

Í sporvagni uppá Viktoria Peak


 Eeeeeelska að vera túristi 


 Angry birds? Fuglamarkaður





 Mong Kok markaður - í fyrstu sem himnaríki og að lokum sem helvíti



 Á leiðinni á Grillstað kvöldsins... á fjórðu hæð, framhjá naglastúdíó, tattóstofu, íbúð og hárgreiðslustofu

 Grillað uppá þaki með iðandi markaðinn á götunni fyrir neðan... fáránleg og skemmtileg upplifun




Nokkrum klukkutímum síðar var frúin mætt í flug til Kaupmannahafnar með millilendingu í Helsinki. Þar hljóp ég í gegnum flugstöðina án þess að sjá fjárfesta í einum einasta Ittala kristal né múmínbolla til að ná vélinni til Kastrup. Þar tók ég lestina inní bæ og trítaði mig með hindberjatertu og mocca á Cafe Norden.

Heimsferð á einni helgi... það gleymist ekki svo glatt!

Ári drekans er að ljúka. Á morgun hefst ár snáksins. 

Gleðilegt nýtt ár








No comments:

Post a Comment