June 4, 2012

Margþraut

Markmið mánaðarins er hreyfing úti í guðsgrænni náttúrunni. 




Satt best að segja hafa markmið síðustu tveggja mánaða gengið illa. Photoaday-may byrjaði blússandi vel en datt svo uppfyrir... þó tók ég heljarinar býsn af ljósmyndum í maí. Lærði svolítið á myndarvélina góðu. Svo ljósmyndir voru þema mánaðarins þó það hafi ekki passað inní ramma photoaday.

Ég velti því mikið fyrir mér hvort ég ætti að taka annan sykurlausan mánuð. Apríl og maí voru alveg stjórnlausir, því miður :o( Tengslin á milli álags (vegna tímaskorts og rútínu-röskunar) annars vegar og sætinda hins vegar eru fáránlega sterk. Sorglegt hve oft kona endurtekur sömu mistökin jafnvel þó hún þekki alveg hættumerkin. Þetta er hin eiginlega endurhólgun lífs míns - að falla stöðugt í sömu gildruna. Það er líka verkefni hverrar manneskju að læra af mistökum sínum og breyta rétt.

Í stað fulls sykurbindindis ætla ég "bara" að sleppa gosi og nammi. Satt best að segja er það afar metnaðarfullt miðað við kókþambið síðustu vikurnar... samt finnst mér kók sjaldan gott... skrítið! Þetta er samt ekki "Dreka-árs-markmiðið" heldur bara svona hliðarverkefni.

Í síðustu viku skráði ég mig í 3 hlaup; 5 km. Meðan fæturnir bera mig - 2. júní, 13 km. Jökulsárhlaup - 11. ágúst og 10 km. Reykjavíkurmaraþon - 18. ágúst. Fyrsta hlaupið er búið og var alveg stórskemmtileg leið um Öskjuhlíðina. Markmið hlaupsins var að hafa gaman af því... og það tókst! Skv. hlaupaúrinu mínu var ég 30 min að fara leiðina. Sem var bara fínn tími...ekkert til að monta sig af en ég er ósköp sátt.

Hlaup eru skemmtileg en það á við um margar aðrar tegundir hreyfingar. Sund er dásemd. Fjallgöngur eru kikk. Hjól eru ljúf. Dans er best. Jóga er nauðsyn. JSB-tímar gleðja mig. Kerrupúl & Útipúl eru endurnærandi. Í fullkomnum heimi væri mögulegt að sinna öllum þessum formum hreyfingar jafnt og einungis uppáháldsþjálfararnir myndu hvetja mig áfram og ekki þyrfti stöðugt að redda pössun til að mæta... já, í fullkomnum heimi þarf ekki að miðla málum.

Í júní ætla ég þó að reyna margþraut; synda, hlaupa, ganga á fjöll, hjóla, kenna Kerrupúl og það besta er að ein af mínum uppáhalds þjálfurum ætlar að koma með mér Útipúl, hjá "Stelpunni í Laugardalnum" sem er líka einn af mínum uppáhalds þjálfurum. Gargandi snilld!

Lauslegt plan er því að hlaupa 2x í viku, synda 1x í viku, ganga á fjall (helst Esjuna) 1x í viku og svo útipúl! Það má bítta á milli greina í þessari nýju íþrótt minni. Ef það passar betur að hjóla heldur en að ganga á Esjuna þá verður það gert samviskubitslaust ;o)  Ég sleppi jóga, dansi og JSB því það er sumar og nauðsynlegt að fylla á D-vítamín tankana fyrir næsta vetur.


No comments:

Post a Comment