June 18, 2012

Merkiskonan Alla-Amma

Mynd af ömmu með tvíburana Guðrúnu og Ólöfu, Guðmund og Sigmund (pabba) í fanginu

Í gær fagnaði ég með Ömmu Öllu 94. afmælisdeginum hennar. Það eru fleiri afmælisdagar en felstir fá. Það vekur mann til umhugsunar hve mikið hefur breyst á einni ævi. Amma fæddist sama ár og Ísland fékk fullveldi frá Dönum, 1918.Hún er Norðfirðingur, fluttist með foreldrum sínum frá Viðfirði til Neskaupsstaðar. Þau fluttu bæinn Tungu með sér sjóleiðina frá Viðfirði til Neskaupstaðar. Svo látum við eins og sjálfbærni sé nýmóðins hugmynd!

Í seinna stríði vann Alla Amma á heimili í Reykjavík. Kynntist afa mínum og eignaðist með honum 5 börn. Bjó þröngt en veitti börnum sínum kærleiksríkt uppeldi.

Hún heldur sitt heimili sjálf enn í dag. Stundar félagsstarf aldraðra þegar hálkan er ekki of mikil til að ganga um 1 km leið. Amma mín er pjattrófa sem hefur sig til þegar hún hittir annað fólk. Hún hefur gaman af því að prjóna og sinna handavinnu, auk þess sem hún semur ljóð. Elsku amma býður mér alltaf uppá ís þegar ég kem í heimsókn. Það er helst að hún missi af góðum kjaftasögum vegna versnandi heyrnar. 

Það eru forréttindi að hafa þessi kjarnorku-erfðarefni í blóðinu.

 Mynd af ömmu með "ungana sína fimm" - sextíu árum síðar

No comments:

Post a Comment