June 27, 2012

Mið

 
 Mynd: Guðbjörg Harpa

...hvar á ég að byrja? Já, okey... kannski bara svona: "Hvar er mamma? Hvenær kemur hún heim? Sko eftir hvað margar mínútur?" Svona hljómaði mömmu sinnar miðjugull í háttatímanum í gær. Það er einhvernveginn allt auðveldara og öruggara ef mamma hans er nálægt. Þannig hefur það alltaf verið. Alltaf! 

Ég gæti líka sagt sögur sem minna á þjóðsögurnar um umskiptingana. Sögur um álfa eða illar vættir sem hafi skipt á sínum ófreskjum sett vöggu mannabarna. Það var tímabil þar sem ég hefði getað trúað á slíkar sögur. Barnið skaðaði sig til að vekja athygli, mótmæla eða tjá sig. Sálfræðimenntaða móðirinn vissi að bækurnar segja að þessháttar hegðun sé best að leiða hjá sér... merkilegt hvað skólabækurnar "meika sens" þar til kona er sett í þá stöðu að ætla sér að leiða hjá sér að barnið hennar lemur höfðinu við hraunaðan vegg!

Á þessum tíma kallaði ég hann Tryllinginn og Traustinator.

Ef við gerum ráð fyrir að skýring þjóðsagnanna væri rétt þá myndi ég halda því fram að ég hefði endurheimt mitt eigið barn. Að álfarnir væru búnir að skipta á börnum að nýju. Vissulega er drengurinn þver og þrjóskur (föðurfjölskyldan auðvitað ;o). Hann er heldur ekkert sérlega spenntur fyrir nýjungum og breytingum almennt.

Álfameðferð? Kannski?

Þó er líklegra að hann sé  heppin með að vera umkringdur dásamlegu fólki sem hjálpar houm og styður hann til að ná að uppfylla alla hans möguleika í lífinu. Traustaskinn er lífsglaður og kátur strákur sem segist elska mömmu sína því hún er með svo mjúkan maga (!)

Eðlilega finnst mömmunni með mjúka magann hún vera óendanlega heppinn með þetta góða eintak.  Það eru forréttindi að vera mikilvægasta manneskjan í lífi hans. Punktur.









No comments:

Post a Comment