August 25, 2011

Haribohlaupið


Síðasta laugardag tók ég þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í þriðja skiptið. Fyrsta hlaupið var hvílík dásemdar upplifun og sigurtilfinningin engri lík. Annað skiptið var líka meiriháttar skemmtilegt. Það þriðja var hrein hörmung! Merkilegt hvað hausinn getur spilað stóra rullu í svona átökum. Minn vann bara kerfisbundið gegn mér.

Tíminn sem það tók að fara þessa 10 km voru 60 min - sléttar. Mörgum þykir það bara góður tími en þar sem ég hljóp fyrstu 6 km með fólki sem ætlaði sér 10 km á 55 min þá fannst mér það mikill ósigur að ná ekki að halda dampi síðustu 4 km. Í sjálfu sér er ég ekki svekktust með tímann heldur það hvernig ég upplifði af sama krafti, niðurbrjótandi hugsanir undir lokin, og ég upplifði sigur og hamingju fyrri skiptin tvö. Í stað þess að fá kikkið sem fylgir því að hlaupa í stórum hópi sem hvattur er áfram þá lamdi ég mig í hausinn með hve ég væri algjörlega að klúðra þessu hlaupi og bara lífi mínu. Jájá. Dramatískar en nokkru sinni áður.

Kannski græðir maður á því að klúðra hlutum stöku sinnum. Allavega ef manni tekst að læra af mistökum sínum. Næst ætla ég allavega að leyfa mér að njóta hlaupsins meira og svo má það bara ALLS EKKI klikka að gleyma ipod með besta lagalista allra tíma.

1 comment:

  1. Mikið rétt Agnes mín. Hausinn er versti óvinurinn. Það er enginn sem skemmir hlaupið fyrir manni nema maður sjálfur. Nú er bara um að gera að keppa sem oftast til að læra að keppa. Stundum er þetta æði en stundum ekki eins mikið æði en þú ert alltaf að gera þitt besta og dagsformið er misjafn. Að koma brosandi í mark er mitt mottó þrátt fyrir "ömurlegan" tíma. You go girl.

    ReplyDelete