November 1, 2012

Hrekkjavaka


31. október er ágætis dagur til að vera hryllilegur en skemmtilegur samtímis. Villingur og Tryllingur buðu þremur vinum hvor heim í hrekkjavökupartý. Frú Hryllingur hafði fyrir því að baka múffur og lagði sig fram um að hræða vinina. Fyrir viku síðan skar frumburðurinn út grasker (með ogguponsulítilli aðstoð). Það er í þriðja árið í röð sem það gerist... þar með er það orðið að hefð!

Planið var að nota kjötið úr graskerinu i ljúffenga graskerköku... en því var þó ekki komið í verk. Hefði verið smart að henda inn uppskrift að bragðgóðri dásemd. Jæja, kona kemst ekki yfir allt sem henni langar til að gera.

Litlu guttarnir voru alsælir með uppistandið. Klæddu sig í búninga og léku sér. Það er ástæðulaust að láta sem maður sé yfir "Dag hinna dauðu" hafinn. Það er gaman að nota tækifærið til að gera eitthvað skemmtilegt.

Við skemmtum okkur allavega hræðilega vel.







No comments:

Post a Comment