October 17, 2012

Keisari fæddur


Hríðirnar tóku tímann sinn. Tæpum tveim sólarhringum eftir að systir var sett af stað var hún rist á kviðarhol og sprækur drengur kom í heiminn. Fæddur eftir rúmar 38 vikna meðgöngu og var tæpar 12 merkur.
Það er ekki mitt að fara með fæðingarsöguna. Þetta eru helstu upplýsingarnar sem fólk spyr um.

Móður og barni líður vel.

Keisaraynjan er að átta sig á að magavöðvarnir eru notaðir við ólíklegustu athafnir s.s. til að standa á fætur og setjast niður. Göngulagið hefur jafnframt verið þokkafyllra ;o) Það mun þó ná fyrri reisn á skömmum tíma.

Ósköp sem litli kútur er fínn. Sléttur og fallegur og ósköp smár. Greyið var pínt í myndartöku í gær... Agga móða er strax farin að vera til vandræða. Myndirnar ná nú ekki að fanga mýktina og fegurð nýfædda barnsins en samt ætla ég að birta nokkrar.









No comments:

Post a Comment