January 28, 2013

Tilvitnun vikunar


Ég er aðdáandi Tinu Fey, höfund 30 Rock. Mér finnst hún fyndin og þættirnir skemmtilegir. Nýlega sá ég bók eftir hana sem heitir Bossypants og fletti í gegnum hana í bókarbúð á flugvelli en keypti ekki. Skömmu seinna eignaðist ég hana sem hljóðbók. Tina les og hún stendur alveg undir væntingum. Sem hljóðbók er þetta fyrirmyndar eintak. Oftast eru hljóðbækur beinn upplestur bókar og það er bara fínt... en mikið sem er skemmtilegt þegar efnið er sniðið að miðlinum sem notaður er.

Margt skemmtilegt kemur fram í bókinni. Tina er klár og fyndin feministi. Ójá, fyndin og feministi í sömu setningu um sömu manneskjuna... þetta tvennt getur nefnilega farið saman ;o)

Tilvitnun vikunnar er jafnvel lengri en sú síðasta og kemur úr Bossypants og fékk mig til að flissa.

Tina Fey og Amy Poehler (úr Parks and Recreation) voru kynnar Golden Globe fyrr í janúar. Sjálf horfi ég ekki á svona hátíðir en kíki á helstu brandarana á youtube eftirá. Sérstaklega þegar Ricky Gervais (The Office) kynnti síðustu þrjú ár. Hann er sjúklega fyndin kynnir. Tina og "tvíburasystir mín" Amy voru þægari en hann. Sem var kannski skynsamlegt fyrir þær... miðað við hvað Ricky virðist hafa móðgað stjörnurnar á síðustu Golden Globe verðlaunaafendingum.



Jæja, þetta er gott í bili. Næsta tilvitnun verður djúp og útpæld. Núna ætla ég að plögga heyrnatólunum í eyrun, halda áfram að hlusta á lífsspeki Tinu Fey og fara að hlakka til að horfa á næstu seríu af 30 Rocks.

No comments:

Post a Comment