January 27, 2013

Nautn þagnarinnar

Dýrð sé guði... ég á mig sjálf í nokkra klukkutíma. Ein heima og nýt þagnarinnar. Karlpeningurinn fékk sitt bóndadagsdekur í gær. Okkur finnst óþarfi að hengja okkur í nákvæmar dagsetningar - höldum jólin 10 dögum fyrir aðfangadag og bóndadaginn degi seinna en almenningur ;o)

Strákastóðið er núna að leysa um hreyfiorku og athafnaþrá í fimleikasal Fylkis. Sem stendur okkur til boða á sunnudögum. Síðast fór ég með þeim og tók nokkrar myndir. Það er ekki sjálfsagt að ná óhreyfðum myndum í slíku aksjóni.












Jæja... tiltekt eða heitt bað... það er stóra spurningin!

1 comment:

  1. Verð eiginlega að taka það fram hér að þegar ég lá í baðinu... var þögnin rofin þegar strákastóðið kom heim og einn þeirra með svöðusár á höfðinu sem þurfti að sauma saman uppá slysó. Jamm og já

    ReplyDelete