August 26, 2012

Eldhúsþrællinn

 Mynd: abebooks.com

Suma sunnudaga er notalegt að vera heima og halda sem mest til í eldhúsinu. Byrja á að skoða helgarblöðin yfir morgunmat. Hella uppá kaffi og dunda sér. Gera tilraunir í eldamennskunni á milli þess sem hent er í þvottavél. Þetta er þess háttar sunnudagur. 

Ég freistast óþarflega oft til að kippa með mér Gestgjafanum þegar staðið er í biðröð við kassann í Bónus. Blöðin eru svo falleg og freistandi. Því miður elda ég alltof sjaldan uppúr þeim. Reyndar er ég ein þeirra sem breyti stöðugt uppskriftum eftir eigin höfði. Í vor keypti ég tvær afar ólíkar matreiðslubækur. Sú fyrri er ein söluhæsta bókin á árinu: Heilsuréttir fjölskyldunnar. Bjútífúl bók og fróðleg. Seinni bókina var keypt í Bandaríkjunum í vor. Sú er meira svona kúreka en hippaleg heilsubók.... og kannski meira djúsí. Höfundur hennar er heillandi húmoristi, bóndakona í Oklahoma og bloggari. Ree Drummond er nokkurnvegin að verða fyrirtæki í sjálfri sér. Vörumerkið er The Pioneer Woman.

Núna ilmar húsið af langelduðu svínakjöti (pulled pork) sem verður sett í tortilla brauð með sýrðum rjóma,guacamole, grilluðu grænmeti og salsasósu. Vonandi smakkast það jafn vel og það hljómar.

Svo er á stefnuskránni að vera duglegri að nota Heilsurétti fjölskyldunnar. Stundum vex mér í augum að tileinka mér allt nýmóðins heilsufæðið s.s. chia fræ, kínóa, möndlumjöl og þessháttar. Það verður samt gaman að takast á við það ;o)


Mynd: bokafelagid.is

No comments:

Post a Comment