March 3, 2013

Hrósaðu


Allir dagar ættu að vera "Hrós-dagar". Við ættum að vera duglegri að hrósa hverju öðru. Daglega! Sá sem gefur hrós græðir líka á því að beina athygli sinni að því sem vel er gert. Það er svo miklu betra að hafa augun opin gagnvart því jákvæða í umhverfinu heldur en því sem miður fer.

Alvöru hrós er einlægt, innihaldslaust skjall missir marks.

Jákvæð styrking (eins og hrós) er ein besta leiðin til að móta hegðun. Við leggjum okkur harðar fram ef einhver von er til þess að tekið sé eftir fyrirhöfn okkar. Spurðu hvaða hundatemjara sem er, atferlisþjálfara, leikskólakennara eða stjórnanda.

Hrósin mín fær:
  1. Mamma sem er duglegasta kona sem ég þekki
  2. Pabbi fyrir æðruleysið og hjartahlýjuna
  3. Bjartur fyrir að draga það besta fram í mér, fyrir hæfileika sína til að laga hluti og fyrir að verða sífellt sætari
  4. Bergur fyrir umburðarlyndi sitt gangvart bræðrum sínum
  5. Trausti fyrir að yfirvinna allar sínar hindranir
  6. Logi fyrir sjálfstæðið
  7. Alma Rut fyrir hjálpsemina og dugnaðinn
  8. Erla fyrir að vera góð móðir
  9. Amma Sísí fyrir metnaðinn
  10. Tengdó fyrir seigluna
  11. Anna fyrir að vera hlýjasta manneskja í heimi
...hvar á maður að stoppa? Ég gæti haldið áfram endalaust.

Mér þykir það svo leitt þegar ég missi af tækifæri til að benda fólki á það góða og fallega í fari þess. Þess vegna ætla ég að vera duglegri við að hrósa og hrósa og hrósa.


No comments:

Post a Comment