Helginni var eytt í Biskupstungum. Við fengum að leigu bústað. Veðrið var ekkert spes og við kúrðum mikið uppí sófa. Lásum, prjónuðum, spiluðum, horfðum á sjónvarpið og elduðum góðan mat auk þess sem heiti potturinn var vinsæll.
Mamma og pabbi komu á laugardag og gistu eina nótt. Strákarnir voru alsælir með þann félagsskap.
Hefði veðrið verið betra þá myndi ég birta fallegar myndir af vetrarríkinu sem ríkti þegar við komum á föstudag áður en það byrjaði að snjóa, svo kom þoka og loks rigndi. Við hefðum gengið á fjöll, byggt snjóhús og og og...
Það var þó yndislegt að liggja í leti heila helgi. Allt ferska sveitaloftið gerir mig svo syfjaða og því eru myndir af sófakartöflum sem fíluðu að gera lítið sem ekkert í tvo sólarhringa.
Óeirðalöggurnar gerðu húsleit.
Sófakartöflur á laugardagsmorgni
Spilastund
Strákarnar busluðu í pottinum í marga klukkutíma
Snjór og vetur
Líklega kraftaverk að strumpastrætóinn dreif alla leið að bústaðnum
Það er fullt starf að halda lífi í þeim yngsta í svona sundferð
Stóri og sæti strákurinn
Matur og tölvur og símar og tölvur... æskan nú til dags (Bergur spilaði þó skák í tölvunni)
Krúttið úr fókus en amman helslök í bakgrunni með hvítt í glasi
Sunnudagsmatur úr afgöngum og svo auðvitað íslenskt lambakjöt, sósa og sulta ;o)
No comments:
Post a Comment