Í bílnum hlustum við þessa dagana á útvarpsleikritið "Með öðrum morðum" í flutningi Harrýs & Heimis. Þeir eru stórskemmtilegir og við Bergur hlæjum okkur máttlaus. Ungu mennirnir ná ekki öllum orðaleikjunum.
Í hverjum þætti kemur illræmd fiskisúpa til sögunnar. Þessir þættir höfðu afar neikvæð áhrif á viðhorf mitt til fiskisúpu lengi framan af. Líklega hef ég verið búin að steingleyma spæjurunum óborganlegu þegar ég loks tók ástfóstri við fiskisúpuna mína góðu.
Nýlega var afmæli hér á bæ þar sem hún var í boði. Grýlupotturinn minn tæmdist ofan í sátta mallakúta. Uppskriftin er ekki nákvæm en samt einhvernvegin svona:
- Grænmeti (laukur, púrrulaukur, sellerí, paprika og gulrætur) steikt í olíu
- 1 líter vatn
- 2 dósir af kókosmjólk
- 2 dósir af tómötum, má gjarnan vera með hvítlauk eða basil
- 2-3 msk. karrýmauk
- 3-4 msk. Heinz chilli sósa, má líka vera tacosósa
- Fiskur eftir smekk, t.d. lúða, lax, hlýri, steinbítur, skötuselur - bæta fiskinum útí ca. 5-10 mín áður en súpan er borin fram
- Svo geta gestirnir bætt úta diskinn sinn rjómaslettu og/eða ferskum koriander
En ef þið hafið engan áhuga á fiskisúpum má reyndar líka smella hér og hlusta á brot úr svakamálaleikritinu "Morð fyrir tvo"
Bon apetit...
Hæ hæ !
ReplyDeletetakk fyrir frábært blogg! alltaf gaman að lesa hjá þér og finna sig í hverdagsleikanum með þér hvort sem það er á jákvæðan eða neikvæðan hátt!
Þetta eru gersemi fyrir guttana þína síðar!
Og já, þessa fiskisúpu verð ég að prófa hið snarasta!
bestu kveðjur frá Oslo
Friðný
Takk Friðný mín
ReplyDelete